Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31487
Markmið þessarar rannsóknarritgerðar er að varpa ljósi á hvernig mismunandi gerðir námsmats geta haft áhrif á sjálfstjórnun nemenda í námi og hvers konar námsmat eflir þá hæfni. Sjónum verður beint að því hvers konar námsmat er einkennandi fyrir grunnskóla landsins og hvernig þeim tekst til að hvetja til sjálfstjórnunar nemenda í námi. Sjálfstjórnun í námi er gríðarlega mikilvæg hæfni sem gerir nemendum kleift að taka ábyrgð á eigin námi, skipuleggja sig, viðhalda aga og verða öflugir námsmenn. Þær leiðir sem notaðar eru til þess að meta frammistöðu nemenda í námi geta aukið eða dregið úr sjálfstjórnun í námi. Ýmsar rannsóknir og kenningar á sviðinu verða kynntar til sögunnar, þar á meðal sjálfsákvörðunarkenningin, kenning um sjálfstjórn í námi og rannsóknir á mismunandi tegundum námsmats og sjálfstjórnun nemenda í námi. Íslenskar og erlendar rannsóknir gefa til kynna að til þess að styðja við sjálfstjórnun í námi þurfi námsmat að vera leiðbeinandi. Þannig fái nemendur tækifæri til þess að þróa námsaðferðir sínar í samræmi við frammistöðu. Ekki er að finna sambærilegar rannsóknir á Íslandi þó eitthvað sé um rannsóknir á bæði námsmati á Íslandi og sjálfstjórnun.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Tengsl námsmats og sjálfstjórnunar í námi.pdf | 944.25 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 106.66 kB | Locked | Yfirlýsing |