is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31489

Titill: 
  • Á fólk með þroskahömlun að afplána dóm í fangelsi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um fólk með þroskahömlun í íslenskum fangelsum og hvort að það eigi í raun að afplána sinn dóm þar. Ritgerðin var unnin sem heimildaritgerð og notast var við heimildir sem fram hafa komið í fjölmiðlum. Sagt er frá fjórum dæmum fólks með þroskahömlun sem sitið hafa í fangelsi til að afplána sinn dóm, en í einu dæminu braut maðurinn ekki af sér heldur var hann vistaður í kvennafangelsi sem búsetuúrræði. Þessi málefni eru gríðarlega mikilvæg og sýna fram á að fólk með þroskahömlun ætti að hafa rétt á stuðning í fangelsum ef það þarf að afplána sinn dóm þar. Sakhæfi var skoðað ásamt lögum um réttindi fatlaðs fólks og hvaða réttindi fólk með fötlun hefur í réttarkerfinu. Lítið hefur verið fjallað um málefni fólks með þroskahömlun sem afplána dóm í fangelsum hérlendis og hafa engar rannsóknir verið gerðar á því hversu margir á Íslandi með þroskahömlun hafa afplánað dóm í fangelsum. Stuðst var við erlendar rannsóknir til að sjá hversu margir fangar með þroskahömlun afplána dóma í fangelsum og hvort til séu próf sem fólk sem vinnur í réttindargæslu getur stuðst við. Einnig var skoðað hvers konar stuðning hægt sé að veita fólki með þroskahömlun sem apflánar dóm í fangelsi.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
A folk með throskahomlun ad afplana dom i fangelsi_arnyrun pdf.pdf782.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
árh_yfirlýsing.pdf136.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF