is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31491

Titill: 
  • Tómstundir fatlaðra barna og ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið Tómstundir fatlaðra barna og ungmenna átti sér ekki svo langan aðdraganda, þar sem ég hef alltaf haft gaman af íþróttum og tómstundum. Ég stundaði þær mikið í mínum heimabæ þegar ég var yngri og var mjög virk í tómstundum. Þannig þótti mér kjörið að skoða hvort fötluð börn og ungmenni nytu sömu tækifæri og ófötluð börn. Ég skoðaði þrjú sveitarfélög með áherslu á að skoða tómstundatilboð í þeirra sveitarfélögum og hvað væri í boði fyrir fötluð börn s.s. fá þau að njóta sömu tækifæra og jafnaldrar sínir eða eru einhver sérúræði fyrir þau? Markmið með þessari ritgerð var að skoða tómstundir almennt með áherslu á það hvað er það sem hindrar fötluð börn og ungmenni að stunda almennt tómstundatilboð. Rannsóknarspurningin mín var þríþætt. Í fyrsta lagi skoðaði ég hver eru mikilvægi og gildi tómstunda fyrir fötluð börn. Í öðru lagi skoðaði ég hverjar eru hindranir til þátttöku hjá fötluðum börnum til að stunda þær tómstundir sem þau vilja. Að lokum skoðaði ég hvaða tómstundir eru í boði fyrir fötluð börn í þeim sveitarfélögum sem ég ákvað að fjalla um. Niðurstöðurnar sýndu fram á að tómstundir eru fyrir alla og allir hafa gott af því að stunda einhverskonar tómstundir. Hindranir hjá fötluðum börnum í tómstundum eru þær að það að börnin séu með stuðning sem er fullorðin manneskja getur hamlað þeim í samskiptum við ófatlaða jafnaldra sína. Börnin skammast sín fyrir það að þurfa vera með stuðning og hvað þá þegar stuðningurinn er fullorðinn. Finnst þeim að börnin tali síður við þau. Tilboð í sveitarfélögunum voru mjög mismunandi og fór það rosalega eftir stærð sveitarfélagsins hvernig tilboð voru í gangi fyrir fötluð börn og ungmenni. 

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni .pdf357.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf184.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF