is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31496

Titill: 
  • Margþætt mismunun og kerfislægt ofbeldi : birtingarmyndir í lífi fatlaðra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni eru skoðaðar birtingarmyndir margþættrar mismununar og kerfislægs ofbeldis í lífi fatlaðra barna. Fjallað verður um fræðilegan bakgrunn, eins og réttarstöðu fatlaðra barna, fötlunartengda fordóma, völd og forréttindi. Í verkefninu verður leitast við að varpa ljósi á það hvernig kerfið, menning og samfélag, mismunar og beitir fötluð börn ofbeldi í daglegu lífi. Notaðar voru fræðilegar heimildir sem og frásagnir fatlaðs fólks um eigin upplifanir. Niðurstöður verkefnisins eru þær að börn eru beitt margþættri mismunun og kerfislægu ofbeldi í daglegu lífi. Það má meðal annars sjá í skólakerfum, þjónustu sveitarfélaga, heilbrigðiskerfa og þeim lögum sem gilda um þjónustu við fötluð börn. Mikilvægt er fyrir samfélagið í heild sinni og sér í lagi stjórnmálamenn og stefnumótandi aðila að vera meðvitaðir um þetta misrétti svo hægt sé að bæta úr. Rannsóknir um fötluð börn og stöðu þeirra í samfélaginu eru af skornum skammti og fá fötluð börn sjaldan tækifæri til þess að segja frá eigin upplifunum. Því þótti höfundum mikilvægt að nota frásagnir frá fötluðu fólki til þess að tengja fræðin við raunverulegar aðstæður hér á landi.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_bryndis_heba2018.pdf408.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf607.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF