is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31498

Titill: 
  • Búseta fatlaðs fólks : í fortíð, nútíð og framtíð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um búsetu fatlaðs fólks í gegnum tíðina og þá þróun sem orðið hefur í búsetumálefnum samhliða þróun þroskaþjálfastéttarinnar sem fagstéttar. Farið er yfir hlutverk þroskaþjálfa í starfi með fötluðu fólki og þá hugmyndafræði sem unnið er eftir. Ætlunin er að varpa ljósi á það hvernig aðstæðum fatlaðs fólks var háttað hér á árum áður og fara yfir þau búsetuúrræði sem í boði hafa verið. Samhliða því munum við fjalla um þau búsetuúrræði sem standa fötluðu fólki til boða í dag og rýna í skipulag Reykjavíkurborgar sem er stærsta sveitarfélagið á landinu. Að lokum verður farið yfir framtíðarsýn í búsetumálefnum þeirra og stefna Reykjavíkurborgar höfð þar til hliðsjónar. Gagna var aflað með fræðiritum, bókum og greinum ásamt viðtölum við starfsfólk Reykjavíkurborgar. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að aðbúnaði fatlaðs fólks fyrr á tíðum hafi verið ábótavant og að víða er enn pottur brotinn í búsetumálefnum fatlaðs fólks í dag þó svo aðstæður fatlaðs fólks hafi batnað til muna. Með tilkomu fullgildingar Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er framtíðin þó að okkar mati björt og stefna sveitarfélaga metnaðarfull og markmiðin er varða búsetu fatlaðs fólks háleit og metnaðargjörn.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Búseta fatlaðs fólks - BA - Dóra og Hanna.pdf486.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing BA.pdf229.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF