Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/314
Í þessari ritgerð eru viðhorf til leikskólakennara skoðuð, bæði í ljósi sögunnar og nútímans. Til að skilja nútíðina er skyggnst inn í fortíðina, skoðuð eru viðhorf til leikskólakennara, leikskólans og leikskólakennaramenntunar í ljósi sögunnar.
Saga leikskólans er saga sem leiðir okkur frá dagvistarúrræðum til leikskóla fyrir alla, frá því að hann þjónaði aðeins fátækum fjölskyldum til þess að verða fyrsta skólastig fyrir öll börn. Sagan sýnir okkur líka breytingu á hugtökum, til dæmis frá því að nota hugtakið dagvistun yfir í leikskóla og frá fóstru til leikskólakennara. Það eru ekki aðeins hugtök sem hafa breyst heldur hefur sýn fólks einnig breyst. Til dæmis hefur ímynd barnsins í hugum fólks þróast frá því að litið var á barnið sem autt blað við fæðingu, til dagsins í dag þar sem litið er á barnið sem hæfileikaríkt og getumikið.
Niðurstaða ritgerðarvinnunnar er að viðhorf til leikskólakennara hafi breyst á síðustu árum og í dag séu þau ólík því sem þau voru er þeir hófu baráttu sína fyrir margt löngu. Engu að síður virðist enn eima eftir af gömlum hugmyndum um leikskólann og leikskólakennara. Einnig ber á þversögnum eins og að leikskólinn sé viðurkenndur sem nauðsynlegur skóli fyrir börn en ekki merkilegur starfsvettvangur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
snytaogskeina.pdf | 297,06 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
snytaogskeina_e.pdf | 100,71 kB | Open | „Ertu að fara að læra að snýta og skeina?“ - efnisyfirlit | View/Open | |
snytaogskeina_h.pdf | 132,64 kB | Open | „Ertu að fara að læra að snýta og skeina?“ - heimildaskrá | View/Open | |
snytaogskeina_u.pdf | 73,8 kB | Open | „Ertu að fara að læra að snýta og skeina?“ - útdráttur | View/Open |