is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31500

Titill: 
  • Að eiga sér hauk í horni : stuðningur við sjálfræði á heimilum einstaklinga með mikla stuðningsþörf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er leitast við að svara spurningunni „hvernig má styðja við sjálfræði á heimilum einstaklinga með mikla stuðningsþörf?“ og vísar titill ritgerðarinnar til þess að eiga sér hjálparhellu sem er tilbúin að aðstoða ef þarf. Fræðileg umfjöllun snýr að kenningum sem fram hafa komið um sjálfræði og verður þá sérstaklega fjallað um kenningar um aðstæðubundið sjálfræði. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks byggir á hugmyndinni um aðstæðubundið sjálfræði og er sú sýn á sjálfræði einkar mikilvæg þegar kemur að stuðningi við sjálfræði einstaklinga með mikla stuðningsþörf. Ásamt því að fjalla um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður farið yfir aðra lagalega þætti sem snúa að sjálfræði fatlaðra einstaklinga.
    Til þess að veita innsýn í aðstæður þar sem styðja má betur við sjálfræði á heimilum einstaklinga með mikla stuðningsþörf voru tekin fyrir þrjú dæmi. Dæmin voru skoðuð útfrá mögulegum ástæðum þess að stuðningi við sjálfræði var ábótavant ásamt því að lagðar voru fram tillögum að leiðum sem styðja við sjálfræði. Þetta verkefni snýr að því að skoða þætti sem styðja við sjálfræði á eigin heimili ásamt því að beina sjónum að þeim mikilvæga rétti fatlaðra einstaklinga að stutt sé við sjálfræði þeirra með viðeigandi aðstoð. Nauðsyn þess að litið sé á sjálfræði sem eðlilegan þátt í starfi með fólki með mikla stuðningsþörf og að stuðningur við sjálfræði sé eitt af forgangsatriðum þegar kemur að því að þjónusta fatlaða einstaklinga og þá sérstaklega á eigin heimili.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31500


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-verkefni_Elisabet_Yr_Bjarnadottir.pdf873.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_lokaverkefni.pdf332.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF