is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31501

Titill: 
  • Úr leik- í grunnskóla : reynsla foreldra barna með Downs heilkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skóli án aðgreiningar er opinber menntastefna hér á landi. Stefnan gengur út á að allir nemendur óháð fötlun eða námsgetu hafi jafnan rétt til að stunda nám í sínum hverfisskóla með viðeigandi stuðning. Lokaverkefni þetta er rannsóknarskýrsla og aflaði höfundur gagna með því að senda út spurningakönnun með opnum spurningum til þátttakenda. Rannsakandi sendi könnunina til tveggja mæðra sem eiga barn með Downs heilkenni. Tilgangur ritgerðarinnar er tvíþættur. Annars vegar er um að ræða fræðilegan hluta þar sem fjallað er um Downs heilkennið, fósturgreiningar og ýmis siðferðileg álitamál sem tengjast því. Auk þess er fjallað um íslenska skólakerfið og stefnu skóla án aðgreiningar. Hins vegar er sjónum beint að niðurstöðum lítillar spurningakönnunar sem hafði það að markmiði að fjalla um reynslu tveggja mæðra barna með Downs heilkenni af leik- og grunnskóla og yfirfærslu á milli þessara tveggja skólastiga. Helstu niðurstöður könnunarinnar benda til að leikskólinn sé almennt betur undir það búin að sinna þjálfun fatlaðra barna og því skiptir reynsla miklu máli þegar kemur að vali á leikskóla. Foreldrar vilja að börn sín gangi í almennan grunnskóla og umgangist önnur börn sem búa í hverfinu. Almennir grunnskólar virðast ekki geta mætt ólíkum þörfum allra nemenda. Stefna skóla án aðgreiningar hljómar vel en virki sjaldnast fullkomlega.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Úr leik- í grunnskóla. Reynsla foreldra barna með Downs heilkenni.pdf485.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf182.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF