is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31502

Titill: 
  • ADD nemandinn á miðstigi grunnskóla : leiðir til betri námsárangurs barna með ADD, með áherslu á styrkleika þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Athyglisbrestur án ofvirkni (ADD) getur haft veruleg áhrif á námsárangur barna sé þeim ekki veittur viðeigandi stuðningur. Börn með ADD eru einnig í hættu á að þróa með sér þunglyndi og kvíða. Til að koma í veg fyrir að röskunin hafi þessi áhrif þarf barnið viðeigandi stuðning. Til að veita barninu viðeigandi stuðning er nauðsynlegt að þekkja röskunina vel. Áhrif hennar á einstaklinginn, hugsun og úrvinnslu upplýsinga. Einstaklingar með ADD virðast eiga ákveðna styrkleika og jákvæða eiginleika sameiginlega sem mikilvægt er að efla. Styrkleikamiðuð nálgun við stuðning barna með ADD hefur reynst áhrifarík og uppbyggjandi leið til að efla þau sem einstaklinga. Þessi nálgun gerir þau betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem fylgja röskuninni. Markmið mitt með þessari ritgerð er að finna leiðir til betri námsárangurs barna með ADD á miðstigi grunnskóla, með áherslu á styrkleika þeirra. Við öflun upplýsinga voru bæði gamlar og nýjar rannsóknir nýttar til að fá betri mynd af þróun kenninga. Einnig var notast við ýmsar fræðigreinar, bækur, reynslusögur og doktorsritgerðir eftir fræðimenn sem sjálfir eru greindir með ADD eða hafa starfað mikið með börnum og fullorðnum með ADD. Niðurstöður leiddu í ljós að leiðin til betri námsárangurs barna með ADD er uppbygging sjálfstrausts í öruggu umhverfi. Umhverfi sem gefur barninu tækifæri á að efla styrkleika sína og læra inn á sig sjálft.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ADD nemandinn á miðstigi grunnskóla - Lokaritgerð til BA - Emilía.pdf324.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf720.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF