is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31507

Titill: 
  • CrossFit Viribus - viðskiptaáætlun : er næg eftirspurn fyrir uppbyggingu á nýrri CrossFit stöð á Suðurnesjum og er það fýsilegur kostur?
  • Titill er á ensku CrossFit Viribus - business model : is there a sufficient demand for the construction of a new CrossFit station in Suðurnes and is it a feasible option?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari BSc ritgerð metur höfundur hvort rekstur CrossFit stöðvar á Suðurnesjum sé fýsilegur og einnig arðbær ef tekið er tillit til núverandi stöðu en hún er sú að eingöngu er ein starfandi CrossFit stöð á Suðurnesjum. CrossFit Viribus yrði sérstæð CrossFit stöð að því leyti að í boði væri yoga fyrir CrossFit iðkendur stöðvarinnar ásamt köldum pottum og sauna. Lokaritgerðin er viðskiptaáætlun og mótast hún af þeim viðurkenndu aðferðum og hugmyndafræði sem NMI, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, hefur sett fram. Ritgerðin mun skera úr um hvort fýsilegt sé að stofna aðra CrossFit stöð á Suðurnesjum út frá þeim markaðslegu og rekstrarlegu forsendum sem niðurstöður ritgerðarinnar koma til með að sýna fram á. Höfundur telur mikilvægt fyrir mögulega fjárfesta að sjá þá arðsemi sem líkamsræktarstöð af þessu tagi getur haft í för með sér fyrir viðkomandi aðila. Áhugi höfundar á að skoða og meta þetta verkefni stafar af þeirri auknu fjölgun líkamsræktariðkenda á Íslandi og þeim gífurlega áhuga sem Íslendingar hafa á CrossFit iðkun en það má að hluta til þakka þeim góða árangri sem íslenskir keppendur hafa náð á heimsleikum CrossFit.
    Höfundur telur verkefni þetta geta orðið áhugavert og þá sér í lagi að skoða hvort iðkendur CrossFit telji yoga fara saman við CrossFit, en mikið er lagt upp úr teygjanleika á CrossFit æfingum. Einnig snýr áhugi höfundar að því hvort verkefni sem þetta sé arðbært m.t.t. staðsetningar og þann öra vöxt sem CrossFit hefur í för með sér.
    Höfundur miðar við að ef forsendur þessarar viðskiptaáætlunar gangi eftir muni fyrirtækið koma til með að skila hagnaði öll þrjú árin og gefa niðurstöður til kynna að verkefni þetta er bæði fýsilegt og arðbært.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AntonJarlJohannsson_BS_lokaverk.pdf4.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna