en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/31508

Title: 
  • Title is in Icelandic Hring eftir hring : markaðsleg stefnumótun og staðfærsla
  • Hring eftir hring : marketing strategy and positioning
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Það er fyrirtækjum mikilvægt að þekkja markhópa sína og það umhverfi sem þau
    starfa í. Til þess að fyrirtæki séu samkeppnishæf á markaði þurfa ákveðnir þættir að
    vera til staðar. Mikilvægt er að setja sér markmið og stefnu, en einnig takmarkanir. Ef
    unnið er út frá þeim gildum sem lagt er upp með í byrjun og markmið skýr er líklegra
    að langtíma árangur náist.
    Hring eftir hring er hönnunarfyrirtæki sem starfar á íslenskum skartgripamarkaði. Í
    skýrslunni voru kannaðir þeir þættir sem þurfa að vera til staðar til þess að fyrirtæki af
    þessari stærðargráðu nái árangri og stöðugleika í samkeppnisumhverfi sínu.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var að finna hverjir raunverulegir markhópar
    fyrirtækisins voru, ásamt því að skoðuð var kauphegðun neytenda á
    skartgripamarkaði.
    Í fyrstu var vandamálið skilgreint ásamt fræðilegum hugtökum og nálgunum. Lesanda
    verður gerð grein fyrir stöðu fyrirtækisins eins og hún er í dag í þeim tilgangi að
    öðlast frekari skilning á viðfangsefninu. Þau greiningartól sem notast var við voru
    PEST, TASK og SVÓT. Framkvæmd var bæði eigindleg og megindleg rannsókn þar
    sem lagðar voru fyrir spurningakannanir og tekin voru viðtöl. Stuðst var við SOSTAC
    módelið við gerð markaðslegrar stefnumótunar. Í lokin var gerð grein fyrir
    markaðsrannsókninni og niðurstöður birtar.
    Helstu niðurstöður voru þær að sú ímynd sem fyrirtækið hefur í augum viðskiptavina
    var í takt við gildi fyrirtækisins og almennt ríkti ánægja og traust meðal þeirra. Í ljós
    kom að ekki er mikil vörumerkjavitund meðal almennings. Markhópar fyrirtækisins
    voru skilgreindir og þá var einnig farið ítarlega yfir þá þætti sem þurfti að bæta í
    innviðum fyrirtækisins.

Accepted: 
  • Jul 5, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31508


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AsaMariaThorhallsdottir_BS_Lokaverk.pdf1.89 MBLocked Until...2033/08/01Complete TextPDF
AsaMariaThorhallsdottir_BS_Efnisyfirlit.pdf346.27 kBOpenTable of ContentsPDFView/Open