is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3151

Titill: 
  • Námsefni sem leggur áherslu á tilfinningagreind
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilfinningar er hluti af okkar daglega lífi og það líður ekki sá dagur að við komumst ekki í tæri við tilfinningar okkar eða annarra. Það má segja að tilfinningar okkar stjórni því hvernig okkur líður hverju sinni. Það að einstaklingurinn geti stjórnað sínum eigin tilfinningum er mikilvægt og hefur það í för með sér að manni líður vel. Tilfinningagreind er mikilvæg þegar kemur að samskiptum við aðra og felst hún í því að maður geti skynjað tilfinningar annarra. Tilfinningaþroski og félagsþroski barna eru mikilvæg og þarf að hafa það í huga þegar börn fara í grunnskóla. Fræðsla fyrir nemendur um tilfinningar eru mikilvægar og það er námsefni til staðar sem leggur áherslu á þær. Börn hafa sömu tilfinningar og fullorðnir og þurfa þau einnig leiðsögn um tilfinningar enda fæðast þau ekki með þá reynslu og fræðslu sem felst í því að þekkja og kunna á tilfinningar sínar. Kennarar þurfa einnig að þekkja sínar eigin tilfinningar áður en þeir fræða nemendur um þær. Kennarar eru leiðtogar þar sem þeir eru fyrirmynd nemenda. Ekki er hægt að leggja fram námsefni þar sem tilfinningar eru í fyrirrúmi án þess að kennarinn hafi kynnt sér efnið. Kennsluaðferðir eru einnig mikilvægar þegar það kemur að námsefni sem tengist tilfinningum. Námsefni sem leggur áherslu á tilfinningagreind er yfirskrift ritgerðarinnar og er tekið fyrir námsefni sem tengist að einhverju leyti tilfinningum. Ritgerðin byggist á því hvað felst í tilfinningagreind og hvernig tilfinningaþroski barna er í grunnskóla. Einnig er fjallað um hvaða námsefni er kennt í grunnskólum landsins sem byggist á tilfinningagreind og tilfinningaþroska. Það námsefni sem leggur áherslu á tilfinningagreind á nokkuð sameiginlegt, sérstaklega þegar það kemur að kennsluaðferðum og er fjallað um þær aðferðir í ritgerðinni.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2009
Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Lilja Dogg.pdf304.61 kBOpinnNámsefni sem leggur áherslu á tilfinningagreind-heildPDFSkoða/Opna