is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31511

Titill: 
  • Er grundvöllur fyrir góðgerðarfélag sem samanstendur af fyrirtækjum og íþróttafólki sem sér um söfnun og útdeilingu styrkja til einstaklinga?
  • Titill er á ensku Is there a basis establishing a non-profit platform joining athletes and corporates to raise funds and sponsor individuals?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umhverfi góðgerðarfélaga hér á landi og erlendis er umhverfi fullt af ógnum, breytingum og tækifærum. Í þessari rannsókn var markmiðið að varpa ljósi á þessa þætti, skoða þá út frá markaðsgreiningu og athuga hvort grundvöllur sé fyrir nýju góðgerðarfélagi sem að sameinar krafta fyrirtækja og íþróttafólks. Til þess að varpa sýn á það voru tekin tvö sérfræðiviðtöl og lögð viðhorfskönnun fyrir mögulegan markhóp til þess að skoða væntanleg samkeppnisforskot sem og mögulega uppsetningu þessa félags. Helstu niðurstöður eru þær að gegnsæi er ekki nægilegt miðað við kröfur þessara tveggja markhópa og þar af leiðandi ekki næg meðvitund til staðar hjá markhópunum. Áhugi er á þessu mögulega góðgerðarfélagi hjá báðum markhópum og einnig er markaðurinn ekki mettaður enda stór hluti úr báðum hópum sem vilja styrkja fleiri málefni og því er grundvöllur fyrir því að skoða stofnun slíks félags nánar. Lykilþættir árangurs fyrir þetta tiltekna félag er að sýna gegnsæi, uppbygging sterkra tengsla milli aðildaraðila, að nýta íþróttafólkið í að gera félagið áberandi og leiða það áfram með leiðandi forystu að leiðarljósi. Með stofnun slíks félags væri mögulega hægt að hafa áhrif á umhverfi góðgerðarmála hér á landi er varðar gegnsæi, með það að markmiði að byggja upp betra góðgerðarsamfélag.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_lokaverkefni_Bjorgvin_Pall_Gustavsson.pdf5.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna