is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31512

Titill: 
  • Hvaða leiðir í markaðssetningu eru vænlegastar til árangurs til þess að fjölga áhorfendum á kappleikjum í hand- og körfubolta?
  • Titill er á ensku What marketing strategies are the most efficient in increasing the attendance at handball and basketball matches?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs til að fjölga áhorfendum á kappleikjum í handbolta og körfubolta. Framkvæmd var tvíþætt rannsókn, fyrst eigindleg í formi viðtala þar sem rætt var við fjóra aðila sem allir koma að því að skipuleggja leiki, tveir komu úr heimi handboltans og tveir úr heimi körfuboltans. Seinni hluti rannsóknar var megindleg í formi spurningakönnunar sem lögð var fyrir almenning og viðhorf til íþróttaleikjanna kannað.
    Helstu niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að íþróttafélögin eru knúin áfram af sjálfboðaliðum sem leiðir af sér að erfiðara er að halda stöðugleika í starfi þeirra. Þeir sem mæta á leikina eru í langflestum tilfellum annað hvort fyrrum iðkandi íþróttarinnar eða á barn sem æfir eða hefur æft íþróttina. Þá er mun líklegra að þessi hópur mæti á leikina þegar leikurinn sem um ræðir er mikilvægur og að félaginu sem þeir styðja gangi vel, en mikilvægt er að góð stemning sé á leikjum.
    Það sem íþróttafélög þurfa að gera er að gera meiri viðburð úr íþróttaleikjunum, hætta að einblína á leikinn sjálfan í markaðsskilaboðum sínum og gera meira úr umgjörð í kringum leikina. Þá þyrftu félögin að vita meira um sinn viðskiptavinahóp en innleiðing CRM hugmyndafræðinnar myndi vera mikið framfaraskref. Það þyrfti að halda mikið betur utan um þá sem eru með ársmiða hjá félögunum og grípa strax inn í ef aðilar mæta ekki í nokkra leiki í röð, t.d. bara með áminningarskilaboðum. Þá gefst stjórnendum félaga mikið frekar kostur á að aðlaga þjónustuna og markaðsskilaboðin að ákveðnum hópum með það að markmiði að ná til fleiri hópa með hjálp hugmyndafræðinnar.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DavidIngimundarson_BS_Lokaverk.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna