is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31513

Titill: 
  • Hvaða þættir valda því að neytendur velja sér áhrifavalda og hver eru áhrif þeirra á neytendur
  • Titill er á ensku What elements causes the choice when consumers pick an influencer to follow and what are the impact they have on consumers?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heimi internetsins eru áhrifavaldar að verða sífellt meira áberandi og markaðsítök þeirra geta verið mikil. Markmið þessa verkefnis var að sjá hver væru mikilvægustu einkenni áhrifavalda og sjá hver áhrif áhrifavalda væru á neytendur og kauphegðun þeirra. Höfundur gerði tvíþætta rannsókn, notaðist á við eigindlega aðferð þar sem viðtöl voru tekin við sérfræðinga á sviði samfélagsmiðla og svo megindlega aðferð það sem niðurstöður viðtala voru notaðar til að útbúa spurningar fyrir neytendur. Spurningakönnun var síðan lögð fyrir notendur Facebook.
    Helstu niðurstöður voru þær að sérfræðingum og þátttakendum könnunnar bar ekki saman um mikilvægustu einkenni áhrifavalda, á meðan að sérfræðingar trúðu því að trúverðugleiki væri mikilvægasta einkenni þeirra og það að vera skemmtilegur mikilvægt en alls ekki til jafns á við trúverðugleikann þá sögðu þeir sem svöruðu spurningakönnuninni að mikilvægasta einkennið væri að áhrifavaldur fjallaði um efni sem viðkomandi hefði áhuga á en trúverðugleiki kom á eftir mikilvægi þess að vera skemmtilegur. Áhrif áhrifavalda á neytendur dvína hins vegar hratt skynji þeir að áhrifavaldur sé að auglýsa vöru í umfjöllun sinni án þess að merkja umfjöllunina sem kostaða.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElisabetHalldorsdottir_BS_lokaverk.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna