is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31516

Titill: 
 • Iðnnám, nauðsyn eða barn síns tíma? Er fækkun iðnnema raunveruleg eða hefur orðræðan orðið iðnmenntun að bana?
 • Titill er á ensku Vocational training, is it necessity or a child of its time? Is there a reduction in the number of vocational trainees or has the discussion killed the vocational education?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um það hvort fækkun iðnnema sé raunveruleg eða hvort orðræða undanfarinna ára, hafi orðið áhuga einstaklinga um að stunda iðnnám að bana. Umræðan hefur verið á þann hátt að vöntun sé á iðnaðarmönnum og ríkistjórnir setja í ríkisstjórnarsáttmála sína að auka eigi veg og virðingu iðngreina svo um muni, en breytingar hafa eitthvað staðið á sér.
  Því leitast ég við að kanna hvort vöntunin sé raunveruleg eða hvort umræðan sé bara orðin að vana. Til að leitast við að ná fram svörum við spurningum mínum vann ég rannsókn sem skilaði mjög áhugaverðum niðurstöðum. Við vinnslu verkefnisins var rýnt í skýrslur sem gerðar hafa verið af hinu opinbera, saga iðnaðarins var skoðuð, íslensk lög um iðngreinar krufin en einnig nýtti ég annað efni sem gat nýst við úrvinnsluna.
  Tekin voru viðtöl við 13 einstaklinga héðan og þaðan úr samfélagi iðnaðarins og kannað viðhorf þeirra til fækkun iðnnema og tengdra málefna. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að fækkunin er ekki alvarleg ef við lítum einungis á tölur og berum saman fjölda iðnaðarmanna frá ári til árs.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with whether a reduction in the number of skilled workers is real or whether the discourse of undisclosed years has become a concern for individuals to pursue professional education. Debates of recent years have been such that there is much need for craftsmen and state governments has put in their governmental treaty to increase the respect for this education and respect of the industry, but so far there have not been changes. Therefore, I try to check if the need for this education is real or whether the debate has just become used to. To try to get answers to my questions, I performed a study that delivered results that are very interesting. During the process of the project, public sector reports were examined, the industry's history examined, Icelandic Industrial Trafficking Act, I also used other materials that could be used in the process. On top of that, interviews were conducted with thirteen individuals from the community of industry, and their attitudes toward the reduction of industrial and related issues were examined. The results of the thesis are that the reduction is not serious if we look at numbers only and compare the number of skilled workers from year to year.

Samþykkt: 
 • 5.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal-Agnes-pdf.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna