Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31519
Með tilkomu nýrrar samskiptatækni er notkun almannatengsla að taka á sig breytta mynd og þar með gjörbreytist vinnuumhverfi þeirra. Fyrirtæki sem og aðrir aðilar þurfa að notast við þá tækni sem er til á hverri stundu. Allt fram til aldamóta voru prent- og ljósvakamiðlar notaðir til þess að koma skilaboðum áleiðis til almennings. Í dag hafa ný stafræn samskiptatæki ásamt nýrri tækni opnað fyrir önnur tækifæri. Markmiðið með þessari rannsókn er því að kanna hvort að Internetið sé mikilvægt tól til almannatengsla og hvort að ný samskiptatækni sé að breyta almannatengslum. Þá er þessi rannsókn einnig viðbót við aðferðir almannatengsla þar sem ætlunin er að skoða hvort aðstæður, tilefni og skilyrði almannatengsla séu að breytast með tilkomu nýrrar samskiptatækni.
Þar sem um eigindlega rannsókn er að ræða verður stuðst við þá rannsóknaraðferð sem miðar að því að fá dýpri skilning á viðfangsefninu með því að taka viðtöl við aðila sem hafa reynslu og þekkingu á því sem um ræðir. Verkefnið verður einnig byggt á ritrýndum greinum og bókum sem gera viðfangsefninu góð skil.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Internetið er orðið mikilvægt tól til almannatengsla. Þá hafa einnig orðið breytingar á vinnuumhverfi almannatengsla með tilkomu aukinnar tæknivæðingar hvað samskipti varðar.
This thesis study covers the importance of the Internet in the field of public relations. It covers the change that is happening in the field with new digital communication technology. Companies as well as other parties need to use technology that is current at any given time. Up until this century print and television media has been used to convey messages to the public. Today, new digital communication technology has opened opportunities for this same purpose.
The purpose of this study is to research whether the Internet has become an important tool in public relations and if new communication technology is changing the field of public relations.
The study is qualitative one where the research method will aim to gaining a deeper understanding of the subject by interviewing parties with experience and knowledge of the subject. The research will also be based on peer-reviewed articles and books.
The results show that public relations on the Internet has become an important part of the online media and the new communication technology is without a doubt changing the working environment of public relations.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MariaNeves_BA_Lokaritgerð.pdf | 851.5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |