is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31521

Titill: 
 • Er svipting ökuréttar fyrir að veita ekki atbeina við töku lífsýna samrýmanleg þagnarréttinum?
 • Titill er á ensku Is the suspension of drivers licence for failure to submit to mandatory tests compatible with the right not to self-incriminate?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Markmið með þessari ritgerð er að kanna hvort svipting ökuréttar fyrir að neita að veita atbeina við töku lífsýna brjóti í bága við þagnarrétt sakborninga. Til að svara þeirri spurningu er sett fram skilgreining á inntaki þagnarréttarins sem styðst við réttarsögulega umfjöllun og umfjöllun um réttarframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Réttarframkvæmd Mannréttindadómstólsins er greind og borin saman við viðeigandi dómafordæmi á Íslandi. Við þann samanburð kemur í ljós að ökuréttarsvipting fyrir að neita að veita atbeina við töku lífsýna felur ekki í sér ólögmæta þvingun. Þvingunin sem felst í framangreindri sviptingu ökuréttar er jafnframt í samræmi við þau sjónarmið sem Mannréttindadómstóllinn leggur að jafnaði til grundvallar við mat á því hvort þvingun varði við 6. gr. Sáttmálans um réttláta málsmeðferð. Er framangreind niðurstaða í samræmi við þá tilhneigingu íslenskra dómstóla að vísa í úrlausnir Mannréttindadómstólsins í málum sem varða við gildissvið Mannréttindasáttmála Evrópu.

 • Útdráttur er á ensku

  Excerpt
  The object of this thesis is to ascertain if the suspension of a driver’s license for failure to submit to relevant mandatory tests constitutes a breach of a defendant’s right not to self-incriminate. In the thesis a definition of the right not to self-incriminate is derived by examining the historical roots of self-incrimination as well as applicable judgements of the European Court of Human Rights. The judgements of the European Court of Human Rights are analyzed and compared to pertinent judgements in Icelandic courts. This comparison reveals that the suspension of a driver’s license for failure to submit to relevant tests does not constitute an illegitimate treatment. The inherent compulsion is not in contravention of the criteria the Human Rights Court tends to apply when determining if a form of compulsion is in breach of article 6 of the European Convention on Human Rights, on the right to a fair trial. The aforementioned conforms to the preference of Icelandic courts to refer to judgements of the Human Rights Court in cases which fall under the scope of the European Convention on Human Rights.

Samþykkt: 
 • 5.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DanielOrnDavidsson_BS_lokaverk..pdf412.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna