is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31522

Titill: 
  • Sakhæfismat í sakamálum : í hverju er munurinn fólginn á milli 15. og 16. gr. laga nr. 19/1940 almennra hegningarlaga?”
  • Titill er á ensku What is the difference between article 15 and article 16 in act no. 19/1940 general criminal offence?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjallar höfundur um geðrænt sakhæfi og í hverju munurinn er fólginn á milli 15. og 16. gr. almennu hegningarlaganna nr 19/1940.
    Ritgerðin skiptist í fimm megin kafla. Fyrst er talað um geðrænt sakhæfi, þá eru 15. og 16. gr. almennu hegningarlaganna reifaðar, þá er farið yfir sakhæfismatið þar sem eru skoðaðir bæði lögfræðilegi og læknisfræðilegi þátturinn og að lokum er litið á hvaða úrræði standa einstaklingum með geðræn vandamál til boða sem dæmdir eru skv. ofangreindum greinum.
    Helstu niðurstöður í ritgerðinni eru að frekar skýr mörk virðast vera á milli þess hvenær dæmt er skv. 15. eða 16. gr. almennra hegningarlaga. Höfundur kemst að því að sakhæfismatið er lögfræðilegt, en að það er framkvæmd af matsmönnum sem eru geðlæknar, að enga ákveðna aðferð virðist þurfa að nota þegar sakhæfismat er framkvæmt og að matsmenn hafi frekar frjálsar hendur við mat á einstaklingum. Ef einstaklingur er á mörkum 15. og 16. gr. hgl en er dæmdur skv. 16. gr, geta komið upp vandamál varðandi úrræði fyrir einstaklinginn þar sem mikil þörf er á millistigi á milli réttargeðdeildar og fangelsis. Dæmi eru um að sveitarfélög hafi gripið til úrræða sem hafi reynst upp og ofan fyrir einstaklinginn, þar sem oftar en ekki eru viðeigandi úrræði ekki til og því þarf sveitafélagið af vanefnum að útbúa úrræði í slíkum tilvikum.

Samþykkt: 
  • 5.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErlaBjarnyJonsdottir_Bs_lokaverk.pdf737.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna