Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31524
Í ritgerðinni, sem ber yfirskriftina ,,Réttarstaða fanga í íslenskum fangelsum“, verður þróun og saga réttinda fanga skoðuð auk þróunar laga um fullnustu refsinga nr. 15/2016. Markmið laganna er að fullnusta refsingar fari fram með skilvirkum og öruggum hætti en ekki síst að draga úr líkum á ítrekun brota með því að stuðla að betrun fanganna og aðlaga þá að samfélaginu þegar afplánun lýkur. Þá fer höfundur yfir frumvarp við gerð fullnustulaga nr. 49/2005 og allt til nýrra heildarlaga sem samþykkt voru vorið 2016 og athugasemdir við það. Við vinnslu ritgerðarinnar leitast höfundur við að svara eftirfarandi spurningu:
Hver er réttarstaða fanga samkvæmt fullnustulögum og er þeim lögum fylgt eftir?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KristrunOspBarkardottir_BS_Lokaverk..pdf | 849.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |