Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31526
Markmið með þessari ritgerð þessari er að fræða höfund, sem og lesendur, um réttindi föður til töku fæðingarorlofs við fæðingu andvana barns sem og um þá meginreglu stjórnsýslu Íslands að allir séu jafnir fyrir lögum og við ákvarðanatöku stjórnsýslunnar, þ.e. jafnrétti allra. Fjallað verður um fyrrnefnda stjórnsýslureglu sem og gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um töku fæðingarorlofs. Höfundur hefur sjálfur staðið í deilum við Fæðingarorlofssjóð vegna neitunar þeirra sem beint var að barnsföður og núverandi eiginmanni hennar um töku fæðingarorlofs. Þó skal tekið fram að höfundur gætti að hlutleysi við vinnslu verkefnisins.
Hugtökin foreldri, jafnrétti, fæðingarorlof, sorg, andvana fæðing og megintilgangur laga eru þau hugtök sem m.a. verður fjallað um í ritgerð þessari.
Við vinnslu ritgerðarinnar var t.a.m. rannsakað jafnræði og ýmsir undirflokkar þess, grafist var fyrir um sögu fæðingarorlofs og samanburður gerður á íslenskum lögum og lögum nágrannalanda Íslands. Lögð var mikil áhersla á að lesa lög og undirbúningsgögn þeirra sem og rit fræðimanna til þess að dýpka skilning á umfjöllunarefninu.
Rannsóknin leiddi í ljós að enn er um talsvert ójafnræði að ræða þegar kemur að rétti kynjanna við úrlausn mála Fæðingarorlofssjóðs, en réttur feðra til fæðingarorlofs við andvana fæðingu barns takmarkast við hjúskaparstöðu hans. Áætla má að breytingar verði á lögum í náinni framtíð, en Fæðingarorlofssjóður hefur þurft að setja á laggirnar ákveðnar innanhúss vinnureglur til þess að stuðla að jafnræði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SigrunAstaBrynjarsdottir_BS_lokaverk.pdf | 979,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |