is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31528

Titill: 
  • Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er hefðbundin rannsóknarritgerð þar sem aflað var heimilda með því að líta á þær rannsóknir, greinar og bækur sem gerðar hafa verið um vinnu barna og ungmenna. Markmið mitt er að skoða vinnu barna og ungmenna en farið verður yfir sögu vinnunnar ásamt helstu rannsóknum síðustu ára. Til samanburðar mun vinna barna og ungmenna á Norðurlöndunum vera könnuð, sumarvinna og kynjaskipting á vinnustað ásamt því að hlutverk yfirmanns og mikilvægi hans í starfi er skoðað nánar. Niðurstöður þessarar ritgerðar, sem eru byggðar á fyrri rannsóknum, sýna að börn og ungmenni hafa alla tíð unnið mikið, bæði með og án skóla. Ástæður þess eru breytilegar með árunum en þær helstu sem koma fram sýna að launin, félagsskapurinn, sjálfstæðið og reynslan spili stórt hlutverk í ákvörðun þeirra um að vinna. Þau vinna ýmist til þess að safna sér fyrir einhverju ákveðnu, til þess að kaupa námsgögn eða eyða í umframneyslu. Sjálfstæðið kemur frá því að þau ráða neyslu sinni sjálf og eru óháð foreldrum sínum. Sumir velja að vinna vegna þess að vinir þeirra vinna á sama stað, á meðan aðrir telja sig öðlast reynslu sem þeir geta nýtt sér í framtíðinni.
    Áhugavert er að skoða þetta viðfangsefni þar sem vinna barna og ungmenna hefur nær alla tíð verið hluti af samfélagi okkar og mun eflaust gera um ókomna tíð.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hverjar eru ástæður þess að börn og ungmenni vinna með skóla - BA copy.pdf413,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf159,19 kBLokaðurYfirlýsingPDF