is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31529

Titill: 
  • Útivera aldraðra í tómstundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útivist hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi og ýmislegt bendir til þess að útivistarsvæði séu nýtt í auknum mæli. Rannsóknir sýna að útivera og upplifun af náttúru hefur fjölþætt jákvæð áhrif en vert er skoða hvort að allir hópar samfélagsins eigi jafnan kost á að njóta útiveru og upplifunar af náttúru. Í þessari ritgerð er kastljósið sett á aldraða. Markmiðið er að varpa ljósi á mikilvægi útiveru fyrir aldraða og hvað náttúran hefur upp á að bjóða. Rannsóknarspurningin er hvert er gildi útiveru fyrir aldraða og hvaða megin hindranir eru í vegi aldraðra að fara út og njóti náttúrunnar?
    Útivera og upplifun af náttúru getur haft jákvæð áhrif á aldraðra, aukið lífsgæði þeirra og stuðlað að lengra og hamingjusamara lífi. Í þessari ritgerð er fjallað um hverjir eru hinir jákvæðu þættir og hvaða áhrif útivera og dvöl í náttúrunni hefur á andlega, líkamlega og félagslega heilsu aldraðra. Ýmsar hindranir eru í vegi fyrir því að aldraðir geti notið útiveru og upplifunar af náttúru og er í ritgerðinni sérstaklega fjallað um þær.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_SENDA.pdf227 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Útivera aldraðra i tómstundum.pdf616.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna