is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3153

Titill: 
  • Framkvæmd starfsmannasamtala í grunnskólum á Norðurlandi eystra
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var framkvæmd starfsmannasamtala í grunnskólum á Norðurlandi eystra. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um hvort og með hvaða hætti starfsmannasamtöl væru nýtt sem stjórnunar- og umbótatæki í skólunum. Leitað var svara við eftirfaradi meginspurningu: Hvernig er starfsmannasamtal nýtt sem stjórnunar- og umbótatæki í skólastarfi í grunnskólum á Norðurlandi eystra? Í rannsókninni tóku þátt kennarar og skólastjórnendur 19 skóla. Sendir voru út spurningalistar í skólana og var því um að ræða megindlega rannsókn. Fræðilegur bakgrunnur tók mið af þeim breytingum sem urðu á rekstrarformi og rekstrarumhverfi grunnskóla á Íslandi í lok 20. aldar með flutningi rekstrar grunnskólans til sveitarfélaganna, nýrra grunnskólalaga og nýrrar aðalnámskrár. Þessar breytingar juku rekstrarlegt sjálfstæði skólanna en fólu um leið í sér aukna miðstýringu innra starfs með nýrri Aðalnámskrá grunnskóla. Þá mörkuðu nýjungar í kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga ákveðin tímamót í þessu sambandi. Þar var kveðið á um aukið verkstjórnarvald skólastjóra auk þess sem gert var ráð fyrir að kennari og skólastjóri skyldu eiga með sér starfsmannasamtal a.m.k. einu sinni á ári. Auk þess sem að framan er talið markaðist fræðilega umfjöllunin af skrifum fræðimanna um mikilvægi starfsþróunar og faglegrar forystu í grunnskólum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að starfsmannasamtöl séu almennt vel undirbúin í grunnskólum á Norðurlandi eystra. Bæði kennarar og skólastjórnendur töldu að þau væru mikilvæg þegar skipuleggja á m.a. endurmenntun kennara og starfsþróun auk þess að vera vettvangur skoðanaskipta og til þess fallin að efla samband kennara og stjórnenda. Stór hópur kennara, eða um 37% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni, óskuðu eftir breytingum á framkvæmd og/eða formi samtalanna í sínum skóla í þá veru að fjölga samtölunum eða breyta og bæta framkvæmd þeirra.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til jan. 2010
Samþykkt: 
  • 1.7.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
l_fixed.pdf767.04 kBOpinnFramkvæmd starfsmannasamtala í grunnskólum á Norðurlandi eystra - heildPDFSkoða/Opna