Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31534
Unglingar á hverjum tíma hafa verið taldir vera „að fara til andskotans“ af fyrri kynslóðum, vegna þess að hluti þeirra hagar sér ekki eftir reglum samfélagsins. Svo sem með því að sýna áhættuhegðun líkt og að beita ofbeldi og neyta áfengis- og vímuefna. Því geta íhlutun og meðferðir verið hluti af lífi þeirra unglinga sem sýna þessa áhættuhegðun. Meðalmaður eyðir um 27 árum í frítíma og því eru tómstundir stór hluti af lífinu þar sem mikilvægt er að eiga sér uppbyggilegan frítíma. Tómstundir eru stundaðar í frítímanum, þær krefjast persónulegrar áreynslu og þörf einstaklingsins til að þroskast. Ekki er allt atferli í tómstundum innihaldsríkt og jákvætt og því flokka sumir atferli eins og innbrot, vímuefnaneyslu og aðra áhættuhegðun undir neikvæðar og innihaldslausar tómstundir. Niðurstaða verkefnisins er sú að tómstundir eru mikilvægar fyrir alla og enn mikilvægari fyrir þá sem eru í íhlutun og jaðarsettir í samfélaginu. Tómstundir í íhlutun þurfa að vera markvissar og byggja upp einstaklinginn. Í ritgerðinni verður farið yfir margt sem tengist unglingum, vímuefnaneyslu, íhlutun og tómstundum. Farið verður yfir kenningar í þroskasálfræði og tómstundafræði til að setja fram hugmyndir hvernig er hægt að bæta tómstundum í íhlutun og gera tómstundir að markvissari hlut af íhlutun. Þessi ritgerð er heimildaritgerð þar sem aflað var heimilda með lestri bóka, fræðigreina, rannsóknarskýrslna og ársskýrslna síðustu ára.
Lykilorð: unglingar, tómstundir, íhlutun, meðferð, vímuefnaneysla, áhættuhegðun og meðferðarheimili.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| LOKAVERKEFNI BA Heiða.pdf | 738,1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirýsing-fyrir-skemmu.pdf | 141,14 kB | Lokaður | Yfirlýsing |