is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31535

Titill: 
  • ,,Tómstundir halda mér í jafnvægi, í bata'' : viðtöl við fólk sem glímir við geðhvarfasýki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta ber titilinn ,,Tómstundir halda mér í jafnvægi, í bata’’ og er byggt á viðtölum við fjóra einstaklinga sem eru greindir með geðhvarfasýki (e.bipolar disorder). Geðhvarfasýki er geðröskun sem einkennist af óvenju tíðum sveiflum í líðan og skapi. Vitandi hversu mikilvægar tómstundir eru fyrir líf alls fólks langaði mig að draga athygli að því að það á alls ekki síður við um fólk sem glímir við geðhvarfasýki. Í viðtölunum kom fram að viðmælendur gerðu sér fulla grein fyrir mikilvægi tómstunda á lífsgæði þeirra og líf almennt. Upplifun þeirra á tómstundum var upp til hópa jákvæð og tómstundir gáfu þeim tækifæri á að vera virk og skipta um hlutverk það er að segja gaf þeim hvíld frá því að vera einstaklingur sem glímir við geðröskun. Öll bentu þau á að það sé félagsskapur af tómstundum að fá en félagsleg einangrun einkennir oft veikindatímabilin. Hindranir fyrir tómstundaiðkun þessa einstaklinga var meðal annars orkuleysi, tímaleysi, peningaleysi og vinaleysi. Viðmælendur töluðu um að þau úrræði sem eru í boði í samfélaginu, fyrir þennan hóp, séu frekar takmörkuð.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðdís Árný - Lokaverkefni.pdf945.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirýsing-fyrir-skemmu.pdf150.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF