is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31536

Titill: 
  • Jákvæð menntun : hvernig getur jákvæð menntun stuðlað að velfarnaði nemenda með námserfiðleika?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í lífi barna og ungmenna og er velferð eitt af meginmarkmiðum hans samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011. Hann leggur áherslu á gagnkvæman rétt allra til náms, ólíkar þarfir nemenda og að borin sé virðing fyrir hverjum og einum. Markmið höfunda er að varpa ljósi á hvernig jákvæð menntun geti stuðlað að velfarnaði nemenda með námserfiðleika. Sýnt hefur verið fram á að nemendur með námserfiðleika hafi minni trú á eigin getu, lakara sjálfsálit, sjálfstraust og sjálfsmynd en fullfærir nemendur. Þeir upplifa oftar en ekki mótlæti og erfiðleika á námsleiðinni umfram fullfæra nemendur. Aðferðir jákvæðrar sálfræði geta aukið einbeitingu þeirra og seiglu, minnkað streitu og leitt til jákvæðara hugarfars. Fjallað verður um aðferðir sem eflt geta einstaklinginn. Sjónum beint að aðferðum sem auka núvitund, byggja upp seiglu og jákvæðni og aðferðum sem leggja áherslu á styrkleika nemenda. Þessar aðferðir geta nýst uppalendum, kennurum og öðrum sem vinna með börnum og ungmennum.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf990.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf145.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF