is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31537

Titill: 
  • Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu unglinga
  • Titill er á ensku The impact of social media on the mental health of adolescents
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðasta áratug hefur mikil tækniþróun átt sér stað en samhliða henni þróaðist Internetið og netnotkun einstaklinga jókst og í kjölfarið hafa svokallaðir samfélagsmiðlar rutt sér til rúms. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Instagram og Snapchat hafa notið mikilla vinsælda og þá sérstaklega meðal unglinga. Einnig hefur verið mikil vitundarvakning um innhverfar raskanir einstaklinga, líkt og kvíða og þunglyndi og tengsl þeirra við samfélagsmiðla en þessir þættir geta haft mikil áhrif á líf þeirra sem við slíkar raskanir glíma. Markmið ritgerðarinnar er að athuga hvort samfélagsmiðlar hafi áhrif á andlega heilsu unglinga og hvort samfélagsmiðlar séu áhættuþættir kvíða og þunglyndis. Ritgerðin er fræðileg og var gögnum aflað úr fræðilegum heimildum. Niðurstöður gefa til kynna að samfélgasmiðlar geti bæði haft góð og slæm áhrif á einstaklinga og andlega heilsu þeirra, en neikvæðu áhrifin eru þó meiri og alvarlegri. Þeir áhættuþættir sem fylgja samfélagsmiðlunum eru til dæmis neteinelti og netfíkn. Þessir áhættuþættir geta stuðlað að slæmri andlegri heilsu og slæmri sjálfsmynd og getur það bæði verið afleiðing og aðdragandi innhverfra raskana. Sjálfsmynd einstaklinga mótast að mestu leyti á unglingsárunum og þar sem samfélagsmiðlanotkun er hvað vinsælust meðal unglinga þá eru þeir í meiri hættu á að verða fyrir neteinelti eða netfíkn. Það getur orðið til þess að andlega heilsan sem og sjálfsmynd þeirra veikist og verði viðkvæmari.
    Lykilhugtök: samfélagsmiðlar, unglingar, andlega heilsa, sjálfsmynd, kvíði, þunglyndi.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokaritgerd_HeraHlin.pdf406.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2018_05_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_08.05.18.pdf185.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF