is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31539

Titill: 
 • Að elska barn er að þekkja barn : börn á mörkum þess óumræðilega
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð eru skoðuð þau skil sem jafnan eru dregin á milli þekkingar um börn og tilfinninga, eða, í víðara samhengi, þess sem við vitum eða getum vitað um barn og þess sem barnið að öðru leyti er okkur. Ritgerðinni er ekki beint gegn vísindum um börn né er henni á neinn hátt ætlað að sá efasemdum um gildi staðreynda og leitar okkar að staðreyndalegri þekkingu um börn. Henni er hins vegar ætlað að fylgja eftir með heimspekilegri rannsókn, þeirri þversögn að við syrgjum börn sem við þekkjum við missi þeirra en ekkert af þeirri vísindalegu þekkingu heimsins um börn sem við höfum aflað okkur vekur hjá okkur þá sorg.
  Ritgerðin er um ástina sem við berum í brjósti til barna okkar. En í stað þess að líta á hana sem huglægt einkamál okkar andspænis hlutlægri, vísindalegri eða, almennt séð, staðreyndalegri þekkingu, þá skoðum við ást okkar á barni sem þekkingu okkar um það barn. Ekki einungis að hún opni augu okkar fyrir staðreyndum sem annars væru okkur huldar heldur að hún gefi staðreyndum aukið eða annað þekkingarlegt gildi en þær hafa án hennar.
  Með viðspyrnu í hugmyndum Neil Nodding, Martin Roland, Martin E. Marty, Arnold H. Modell, Michel Foucault, Viktor Frankl og fleiri er því haldið fram í þessari ritgerð að ást á barni sé ekki einkamál ástvina sem hennar vegna vænti alls góðs fyrir börn sín hjá fagaðilum sem koma að umönnun þeirra á grundvelli vísindalegrar þekkingar heldur sé það mikilvægur þáttur í fagmennsku þessara aðila að þeir séu móttækilegir fyrir þeirri þekkingu sem í ástinni er fólgin. Hvernig? Með því að þykja vænt um börnin sem væru þau þeirra eigin? Varla eins og væru þau „þeirra eigin“, en með því að láta hrífast af ást ástvina barnanna á þeim.
  Slík afstaða er vissulega fyrir hendi í menningu okkar og tilheyrir sjálfsögðum samskiptum og tengslum fólks, en hún er einkennilega fjarverandi í námi þeirra fagstétta sem koma að uppeldi og menntun barna. Það er niðurstaða þessarar rannsóknar að þar séum við að vanrækja mikilvægan þátt í fagmenntun þeirra.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_Hlín Ólafsdóttir.pdf122.71 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal.pdf236.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna