is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31541

Titill: 
  • „Þarfasti þjónninn" : hvaða þýðingu hefur reiðþjálfun á hesti fyrir fatlað fólk ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá því Ísland byggðist og fram á miðja 20. öld var hesturinn notaður á margan hátt og af þeirri ástæðu oft kallaður „Þarfasti þjónninn“. Í dag er hestamennska aðallega áhugamál fólks en einnig er notast við hestinn sem meðferðarform og sem virkni í reiðþjálfun. Reiðþjálfun á hestbaki er meginviðfangsefni verkefnisins. Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Annars vegar er fræðilegur kafli þar sem fjallað er um þann skilning á fötlun sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna boðar. Hugtökin valdefling og sjálfsákvörðunarréttur eru skoðuð auk hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf. Loks er gerð grein fyrir mikilvægi þess að hafa þann stuðning sem fatlað fólk þarf til þess að geta tekið þátt í tómstundum og félagsstarfi til jafns við ófatlað fólk. Hins vegar var gerð eigindleg rannsókn byggð á vettvangsathugun á reiðnámskeiðum fyrir fatlaða einstaklinga og viðtölum við þrjá einstaklinga sem allir vinna við þjálfun fatlaðs fólks á hestbaki. Viðmælendur mínir voru sjúkraþjálfari sem notast við hesta sem meðferðarform, reiðkennari og aðstoðarmaður á reiðnámskeiðum fyrir fatlaða einstaklinga. Að lokum reifa ég nýjar hugmyndir um það hvernig hesturinn gæti enn frekar komið að gagni fyrir fatlaða einstaklinga.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða ávinning fatlað fólk hefur af reiðþjálfun. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós margþætt jákvæð áhrif í reiðþjálfuninni. Í fyrsta lagi er ánægjuþátturinn mikilvægastur og er helsta markmiðið. Auk þess hefur reiðþjálfun líkamlega, andlega og félagslega jákvæða þýðingu fyrir fatlaða einstaklinga. Íslenski hesturinn hentar vel við reiðþjálfun fatlaðs fólks. Hesturinn hefur þannig breyst frá því að vera vinnudýr í það hlutverk að vera notaður sem meðferðarform, en fyrst og fremst til ánægju sem hefur mikið gildi fyrir alla einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þarfasti þjónninn lokaskil vor 2018.pdf1,04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf69,76 kBLokaðurYfirlýsingPDF