Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31543
Verkefni þetta fjallar um félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun en sjónum er beint að fólki sem komið er á efri ár. Lítið er til af rannsóknum sem tengjast félagsstörfum eldra fólks á með þroskahömlun og því fannst okkur mikilvægt að skoða málefnið nánar. Markmið ritgerðarinnar er því að skoða hvers konar starf fer fram á þeim stöðum sem bjóða upp á félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun. Ákveðið var að byggja umfjöllunina annars vegar á fræðilegum heimildum og hins vegar afla gagna með vettvangsheimsóknum. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á þróun hugmyndafræðinnar frá 20. öld til dagsins í dag ásamt því að áhersla er lögð á að fjalla um öldrun fólks með þroskahömlun út frá lífshlaupskenningum. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að félagsstarf fyrir fólk með þroskahömlun fer fram með skipulögðum hætti, oftast í dagþjónustum og einkennist af námskeiðshaldi. Fjölbreytt úrval námskeiða stendur þeim til boða og eru þau meðal annars tengd útivist, matreiðslu, menningarviðburðum og svo lengi mætti telja. Einnig leiddu niðurstöðurnar í ljós að lífshlaup fólks með þroskahömlun einkennist af einni samfellu þar sem þessi hópur hefur í mörgum tilfellum verið að sækja félagsstörf alla sína ævi. Það væri því æskilegt ef fólk með þroskahömlun sem er á efri árum myndi nýta sér meira almenn tilboð í framtíðinni til þess að brjóta upp hefðbundið lífsmynstur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð-mariasifogirisbjork-lokaskil-.pdf | 475.71 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-iris-maria.pdf | 261.99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |