Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31545
Þetta lokaverkefni skiptist í tvo hluta, annarsvegar sem kennsluefni í formi bæklings og hinsvegar sem fræðileg greinargerð. Bæklingurinn inniheldur æfingar og leiki sem hægt er að gera í leikskólanum hvort sem það er úti, inni í íþróttasal eða jafnvel inni á deildum leikskólans. Tilgangur minn með þessu verkefni var að veita starfsmönnum í leikskólum verkfæri til þess að efla markvissar og skipulagðar hreyfistundir fyrir börn í leikskólanum. Í þessu verkefni legg ég áherslu á mikilvægi hreyfingar og mikilvægi skipulagðra hreyfistunda fyrir börn með þroskahömlun og börn sem eru með slakan hreyfiþroska, þau földu námstækifæri sem að leynast í skipulögðum hreyfistundum og áhrif hreyfingar á sjálfsmynd barna. Þrátt fyrir áherslu verkefnis á börn með þroskahömlun hvet ég starfsmenn í leikskólum að nýta sér bæklinginn fyrir öll börn leikskólans. Í þessari greinagerð er komið inn á YAP verkefnið eða young athletes program og innileiðingu þess á Íslandi. Við gerð þessarar greinargerðar var aflað upplýsingum úr útgefnum greinum og bæklingum, fræðiritum, í rannsóknum og hjá fagaðilum. Flest öll börn á Íslandi ganga í leikskóla og því skiptir máli að starfsmenn leikskóla hafi verkfærin til þess að efla hreyfingu barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bæklingur LOKA.pdf | 1.01 MB | Opinn | Bæklingur | Skoða/Opna | |
BA LOKAVERKEFNI.pdf | 772.76 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
YFRLYSING SKEMMAa.pdf | 175.12 kB | Lokaður | Yfirlýsing |