is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3155

Titill: 
 • Konur, stjórnun og samskipti : stjórnunaraðferðir kvenna í ólíkum atvinnugeirum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er greint frá niðurstöðum rannsóknar á stjórnunaraðferðum kvenna innan þriggja ólíkra starfsgreina. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á stjórnunaraðferðum kvenna í ólíkum starfsgreinum og áhrifum kynferðis og starfsvettvangs á stjórnun. Auk þess var leitast við að varpa ljósi á hvernig þátttakendur upplifa sig í samspili við umhverfi sitt og hvernig þeim gengi að samræma stjórnunarstarf sitt og fjölskyldulíf.
  Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferð og fól í sér þau nýmæli hérlendis að stjórnunaraðferðir og störf kvenstjórnenda í þjónustu við fatlaða, í iðnaði og framleiðslu og í fjármálaþjónustu voru skoðuð samtímis. Gagna var aflað með hálfstöðluðum viðtölum við ellefu kvenstjórnendur sem starfa í fyrrnefndum atvinnugreinum. Helstu upplýsinga sem aflað var lutu að aðstæðum kvenna á vettvangi stjórnunar, stjórnunaraðferðum þeirra, margvíslegum samskiptum sem stjórnendur eiga í og samræmingu starfs og fjölskyldulífs.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að starfsvettvangur og kynferði hafa lítil áhrif á; stjórnunaraðferðir, upplifun þátttakenda um kröfur og væntingar til sín og á það hvernig þátttakendum tekst að samræma starf og fjölskyldulíf.
  Stjórnunaraðferðir þátttakenda og viðhorf til stjórnunar voru í meginþáttum þær sömu í starfsgreinunum þremur og aðeins blæbrigðamunur þar á. Niðurstöður benda einnig til þess að konur kjósi mildar og óbeinar stjórnunaraðferðir, það eru aðferðir sem samkvæmt kenningum Golemans, Boyatzis, og Mckee (2002, 2004) eru leiðbeinandi (e. coaching), byggjast á tengslum (e. affiliative), eru lýðræðislegar (e. democratic) og mótast af aðstæðum.
  Niðurstöður sýndu einnig að samskipti er einn af meginþáttunum í starfi stjórnandans og var það óháð starfsvettvangi. Þátttakendur lögðu allir upp úr samráði og góðum samskiptum við starfsmenn sína og skynjuðu eigið vægi í að skapa góðan starfsanda. Samskipti milli kynjanna var helsti munur á milli starfsgreinanna þannig að togstreitu gætti í samskiptum kynjanna innan fjármálaþjónustunnar og í þjónustu við fatlaða voru tilfinningar fremur til umræðu en innan hinna tveggja starfsgreinanna.

Samþykkt: 
 • 2.7.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3155


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - Meistaraprófsverkefni_2205574139_skil 10 maí 2009.pdf782.66 kBOpinnMeistaraprófsritgerð lögð fram sem hluti af námi til M.Ed. -gráðu í menntunarfræðum með áherslu á stjórnun.PDFSkoða/Opna