Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31553
Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að kanna upplifun ólíkra fagaðila til stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn og var markmið rannsóknarinnar að koma á framfæri reynslu og upplifun ólíkra faghópa af störfum þeirra í skólum margbreytileikans. Eftirfarandi rannsóknarspurning var höfð að leiðarljósi: „Hver er upplifun ólíkra faghópa af því að starfa í skóla margbreytileikans?“.
Við rannsókn þessa var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir sem byggjast á opnum viðtölum. Rætt var við ólíka fagaðila sem allir starfa í grunnskólum, en einnig var frekari gagna aflað úr skriflegum heimildum. Viðmælendur voru fimm, tveir þroskaþjálfar, tveir umsjónarkennarar og einn sérkennari.
Niðurstöður leiddu í ljós að fagaðilar upplifa ákveðin vanmátt í störfum sínum vegna þess að af þeim er krafist ákveðinnar sérfræðiþekkingar sem ekki fylgir með í menntun þeirra og fyrir vikið eru þeir ekki í stakk búnir til þess að mæta öllum nemendum þar sem þeir eru staddir. Eigi skóli án aðgreiningar að ganga upp, þarf að endurhugsa stefnuna og hafa fagfólk með í ráðum. Jafnframt þarf að auka fjármagn til skólanna, fjölga fagfólki og bæta við stuðningsfulltrúum en einnig þarf að auka fræðslu fyrir allt starfsfólk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.pdf | 489,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing_16.pdf | 15,37 kB | Lokaður | Yfirlýsing |