is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31554

Titill: 
  • ,,Það er stór partur af lífinu að vera í vinnu“: Náms- og starfsferill ungmenna með alvarlega geðsjúkdóma og reynsla þeirra af IPS starfsendurhæfingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á þróun náms- og starfsferils einstaklinga sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma. Rannsóknin byggir á sex hálfstöðluðum viðtölum við einstaklinga á aldrinum 18-30 ára, sem öll áttu sameiginlegt að vera með reynslu af IPS starfsendurhæfingu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þátttakendur upplifðu talsverðar hindranir á náms- og starfsferli sínum sem höfðu samverkandi áhrif hvor á aðra. Helstu hindranir voru erfiðleikar í grunn- og framhaldsskóla, fíkniefnaneysla og geðræn einkenni á borð við ranghugmyndir, ofskynjanir og mikla vanvirkni sem varð til þess að þau hættu í námi og áttu erfitt með að vera á vinnumarkaði. Þegar upplifun og reynsla ungmennanna af IPS starfsendurhæfingu var skoðuð kom í ljós að stuðningur við þau á náms- og starfsferli var mikilvægur til að aðstoða þau aftur út á vinnumarkað og til að þau héldust í vinnu. Stuðningur og sveigjanleiki atvinnurekanda virtist einnig mikilvægur og hafði áhrif á áhuga þátttakenda og vellíðan í starfi. Það að vera á vinnumarkaði með stuðningi IPS starfsendurhæfingar veitti þeim meðal annars öryggi, meira sjálfstraust, fjárhagslegan stöðuleika, betri félagsleg tengsl og hjálpaði við daglegar athafnir. Með velgengni í námi og starfi mátti einnig sjá að trú þeirra á eigin getu jókst. Eftir að þátttaka í IPS starfsendurhæfingunni hófst voru allir einstaklingarnir farnir að setja sér starfstengd markmið, með eigin framtíð í huga.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to shed light on the educational and career development of subjects who deal with severe mental illnesses. The study was based on six semi-standardized interviews with subjects of 18 to 30 years of age, who all had gone through IPS (Individual placement and support) vocational rehabilitation. The results showed that the subjects experienced interrelated and considerable hindrances in their educational and career development. The main hindrances in primary and secondary school was drug abuse along with psychiatric symptoms such as delusions, hallucinations and social disfunction which caused the subjects to drop out of school and having problems with employment. An examination of IPS vocational rehabilitation showed that support in educational and career development was important to assist the subjects in returning to the labor market, finding suitable employment and keeping it. Support and flexibility from the employer was also important and impacted the subject’s well-being at work positively. Participation in the labor market with support from IPS vocational rehabilitation improved the subject’s security, self-esteem, financial stability, social relations, and daily routine. Increased self-esteem and success at school and work resulted in increased belief in the subject’s own capacity. After participating in IPS vocational rehabilitation, all subjects had clearer vision of their future career.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf972.66 kBLokaður til...05.07.2038HeildartextiPDF
yfirlýsing- lokaverkefni.pdf194.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF