Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31557
Tækifæri til menntunar liggja víða. Í þessari rannsókn verður vettvangur sjálfboðastarfs kannaður með nám og menntun framhaldsskólanema í huga. Rannsóknir benda til þess að persónulegur ávinningur ungmenna af því að taka þátt í sjálfboðastarfi tengist ýmsum atriðum sem falla undir lögbundið hlutverk íslenskra framhaldsskóla. Safnað var saman
hugmyndum nemenda um hlutverk íslenskra framhaldsskóla í sjálfboðaliðamenningu ungmenna, með hliðsjón af lögbundnu hlutverki framhaldsskóla. Gagnaöflun fór fram í fjórum lotum þar sem könnun var lögð fyrir 81 ungmenni á aldrinum 16-22 ára og rætt var nánar við 8 17-20 ára framhaldsskólanema. Niðurstöður benda til þess að vettvangur sjálfboðastarfa sé mikilvægur vettvangur menntunar og falli vel að þeim markmiðum sem heyra undir lögbundið hlutverk framhaldsskóla. Það er því mikið umhugsunarefni hvers
vegna hann sé ekki betur tengdur skólastarfinu. Þá styðja niðurstöður við ýmsar erlendar rannsóknir um viðfangsefni sjálfboðaliða, m.a. óbeinar aðgangshindranir að þátttöku í
sjálfboðastarfi. Að lokum má finna tillögur þátttakenda og erlendra rannsóknarniðurstaðna um hvernig framhaldsskólar gætu hvatt nemendur til þátttöku í sjálfboðastarfi og minnkað
óbeinar aðgangshindranir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MM_Lokaritgerð_lokaeintak_21mai_kl1210.pdf | 1,07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Marta_yfirlysing.pdf | 209,82 kB | Lokaður | Yfirlýsing |