is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31561

Titill: 
  • Félagslegt aðgengi fatlaðs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Réttindabarátta fatlaðs fólks er margþætt og hafa hin ýmsu félög sinnt hagsmunagæslu ötullega. Mikilvægast er að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra og frelsi til daglegra athafna sem virkir samfélagsþegnar. Minna hefur farið fyrir umræðu um félagslega þátttöku fatlaðs fólks á Íslandi. Takmarkað aðgengi, og þá ekki í umhverfinu, á þátttöku fatlaðs fólks í félagslífi skapast vegna skorts á sveigjanleika og úrræðum. Markmið ritgerðarinnar er að vekja athygli á þeirri félagslegu mismunun sem fatlað fólk á Íslandi býr við. Með það í huga var íslensk löggjöf, og alþjóðlegir samningar sem Ísland er aðili að, skoðuð. Þá var sérstaklega horft til félagslegra aðstæðna fatlaðs fólks í Danmörku og leitast var við að gera samanburð á aðstæðum á milli landa. Takmarkaðar upplýsingar um aðstæður fatlaðs fólks á Íslandi gerði tölulegan samanburð illmögulegan. Engu að síður urðu niðurstöður á þann veg að til staðar eru ýmsir möguleikar á bættu félagslegu aðgengi fatlaðs fólks á Íslandi. Í því felst að vinna þarf markvisst að upprætingu þeirrar mismununar sem hindrar þátttöku fatlaðs fólks í tómstunda- og félagsstarfi. Það væri meðal annars hægt með því að: Ísland lögleiði Samning Sameinuðu þjóðanna, ásamt viðauka, um réttindi fatlaðs fólk, setja heildræna stefnu á landsvísu um aðgengi fatlaðs fólks - félags og umhverfislega, bæta akstursþjónustu við fatlað fólk, innleiða The European Accessibility Act og að innleiða fylgdarmannskort að fyrirmynd Dana.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Rut-Þorsteinsdóttir_lokaskil.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_skemma.pdf299,12 kBLokaðurYfirlýsingPDF