is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31563

Titill: 
  • Ferlið byrjar hjá okkur sjálfum : hugmyndir þjónandi leiðsagnar á hjúkrunarheimilum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á með hvaða hætti hugmyndir þjónandi leiðsagnar geta nýst á hjúkrunarheimilum fyrir aldrað fók. Áhersla var lögð á hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og innleiðingu hennar og skoðaðar voru kenningar um öldrun ásamt málefni aldraðra. Kannað var hvernig nálgunin styður við tillögur í málefnum aldraðra, en hér á landi er það Velferðarráðuneytið sem fer með yfirstjórn öldrunarmála samkvæmt lögum um málefni aldraðra 125/1999, og kannað hvernig þjónandi leiðsögn getur nýst við umönnun á öldrunarheimilum.
    Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Annars vegar var aflað fræðilegra heimilda um efnið og hins vegar voru tekin viðtöl við sex einstaklinga sem þekkja til hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar og hafa reynslu af henni, bæði í störfum með fötluðu fólki og á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða.
    Hugmyndir þjónandi leiðsagnar leggja áherslu á kærleiksrík og traust samskipti. Einblínt er á styrkleika fólks og það eflt og stutt til þátttöku og ákvarðanatöku um eigið líf. Niðurstöður viðtalanna sýna, að tryggja þarf að umönnun og þjónusta við aldraða stuðli að virðingu, öryggiskennd og efli sjálfsávörðunarrétt einstaklingsins. Margir aldraðir þurfa að flytja á öldrunarheimili þegar búseta á eigin heimili er ekki lengur möguleg, og með því að styðjast við nálgunina á þessum stöðum mætti stuðla að auknu sjálfstæði og lífsgæðum aldraðra.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing_lokaverkefni_maí 2018.pdf283,72 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sigrún Jóna Jafetsdóttir- Ferlið byrjar hjá okkur sjálfum.pdf862,85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna