Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31565
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er tengsl samfélagsmiðla á áhættuhegðun unglinga og skoðað verður hvort geðtengsl hafi áhrif á hana. Hér verður fjallað um kenningar sem settar hafa verið fram um áhættuhegðun unglinga auk kenninga um geðtengsl. Niðurstöður fyrri rannsókna eru skoðaðar til að varpa skýrara ljósi á efnið. Markmið mitt er að sýna fram á að samfélagsmiðlar geti haft áhrif á áhættuhegðun unglinga og gera foreldrum grein fyrir hættunni sem getur fylgt mikilli samfélagsmiðlanotkun. Samfélagsmiðlar gegna stóru hlutverki í lífi okkar allra og eyða unglingar mörgum klukkutímum á dag í að skoða hvað þar er í gangi. Samfélagsmiðlar geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á unglinga. Helstu niðurstöður eru að geðtengsl milli foreldra og barna skipta miklu máli og auk tengsla unglinga við samfélagið sjálft. Því meiri sem tengslin eru því minni líkur eru á að unglingar tileinki sér áhættuhegðun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
sjöfn-lokaútgáfa.pdf | 348.42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing.pdf | 121.97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |