Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31566
Hér er fjallað um mikilvægi þátttöku fatlaðra í tómstundum og hvort sú þátttaka sé nægjanleg. Ástæða þess að ég valdi að skoða þátttöku fatlaðra í tómstundum er vegna þess að stöðugt virðist vera kvartað undan því að lítið sé gert og fátt í boði fyrir fatlaða einstaklinga, bæði þegar kemur að aðgengi, tómstundum, afþreyingu og atvinnu. Markmið ritgerðarinnar var að athuga félagslega þátttöku fatlaðra í tómstundum. Gagnasöfnun ritgerðarinnar var heimildaöflun og spurningalisti sem var lagður fyrir yfirmenn dagþjónustu fyrir fatlaða í Reykjavík og því notast við megindlega aðferðafræði.
Niðurstaðan er sú að það þarf að laga aðgengi, auka fjölbreytileika og samstarf milli aðila, auk þess sem það þarf frekara fjármagn í þennan málaflokk. Ástæðan er sú að fatlaðir eiga rétt á jafn miklu vali og við hin, val um áhugamál og tómstundir, þrátt fyrir að oft sé valið fyrir þau.
Samkvæmt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Íslendingar eru aðilar að, eiga allir rétt á greiðum aðgangi að tómstundum og dægradvöl og tel ég því brotið á fötluðum einstaklingum hvað þetta varðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Sóley Jóhannesdóttir.pdf | 885,24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirýsing-fyrir-skemmu.pdf | 40,04 kB | Lokaður | Yfirlýsing |