is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31570

Titill: 
  • Félagsleg einangrun barna með þroskahömlun og gildi tómstunda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin byggir á fræðilegri umfjöllun um félagslega einangrun barna með þroskahömlun og gildi tómstunda. Hugtökin félagsleg einangrun, þroskahömlun og tómstundir eru skilgreind. Gildi tómstunda eru skoðuð og hvernig tómstundir geta dregið úr félagslegri einangrun barna með þroskahömlun. Tómstundir ýta undir félagsleg samskipti barna sem eru mikilvæg við myndun vinasambanda. Vinaleysi og félagsleg einangrun geta verið mjög sársaukafull og haft neikvæð langtíma áhrif á líðan barna. Samkvæmt rannsóknum eru börn með þroskahömlun líklegri til þess að einangrast félagslega en önnur börn og eyða þau oftar frítíma sínum með foreldrum frekar en með jafnöldrum sínum. Þau þarfnast oft meiri stuðnings til þess að taka þátt í tómstundum og eru því réttindi fatlaðra og barna skoðuð en öll börn eiga jafnan rétt til tómstundaiðkunar. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á það hversu mikilvægar tómstundir eru fyrir þessi börn og miklu máli skiptir að fjölbreytt úrval standi þeim til boða.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Þórunn Bríet .pdf310.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Lokaverkefni .pdf159.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF