is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31572

Titill: 
  • Hreyfiþroski barna : mikilvægi skipulagðrar hreyfingar í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hreyfing barna og hreyfiþroski þeirra er eitthvað sem við ættum að huga vel að, bæði fyrir þau sjálf og ekki síst samfélagið í heild. Hreyfingarleysi barna og fullorðinna er orðið stórt vandamál víða um heim og mikil aukning hefur orðið á sjúkdómum tengdum því. Hugtakið hreyfiþroski er notað yfir þær breytingar sem verða á hreyfifærni okkar með aldrinum. Með auknu hreyfinámi nær barnið betri hreyfiþroska, en hreyfiþroskinn þróast eftir ákveðnum meginreglum í ákveðinni röð og er ferlið svipað hjá flestum. Algengi frávika í hreyfiþroska koma fram hjá 5-7% barna og er vandinn ekki eitthvað sem barnið vex upp úr, þó hann verði minna áberandi með aldrinum. Það er mikilvægt að frávik í hreyfiþroska hjá börnum séu uppgötvuð snemma, svo hægt sé að bregðast við með viðeigandi inngripi. Öll börn ættu að fá tækifæri til að taka þátt í skipulagðri hreyfingu í leikskólanum. Hreyfingin þarf að vera krefjandi og miðast við að örva grunnhreyfingar þeirra, en með því öðlast þau góðan grunn til að geta byggt ofan á frekara hreyfinám. Góður hreyfiþroski stuðlar þannig að meiri líkum á því að barnið tileinki sér hreyfingu sem lífsstíl í framtíðinni. Leikskólakennarar ættu að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að bera kennsl á hugsanlega áhættuþætti sem gætu dregið úr eðlilegri þróun hreyfiþroska barna og geta beitt íhlutun í formi þjálfunar til að koma í veg fyrir vandann.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfiþroski barna, mikilvægi skipulagðrar hreyfingar í leikskólum.pdf461.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan 6.pdf90.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF