is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31575

Titill: 
 • Ég á lítinn skrítinn skugga : kennsluleiðbeiningar með verkefnum um stafræna borgaravitund
 • Titill er á ensku I have a strange little shadow : teacher’s guide with assignments on digital Citizenship
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið „Ég á lítinn skrítinn skugga -Kennsluleiðbeiningar með verkefnum um stafræna borgaravitund” var fólgið í því að semja kennsluleiðbeiningar fyrir kennara sem þeir geta nýtt til að kenna nemendum sínum á miðstigi grunnskólans ábyrga notkun á samfélagsmiðlum. Markmiðið með verkefnunum er að hjálpa nemendum að vera ábyrgir inni á samfélagsmiðlum, gera þeim grein fyrir hættunum sem geta fylgt því að verja of löngum tíma inni á slíkum miðlum daglega og að setja sér mörk. Eins er mikilvægt að hjálpa nemendum að nýta krafta samfélagsmiðla og styrkja þá með menntun og hæfni til að taka þátt í stafrænu samfélagi. Markmiðið með kennsluleiðbeiningunum er að gera kennurum kleift að vinna verkefnin með nemendum sínum, gera nemendur ábyrgari fyrir eigin gjörðum á samfélagsmiðlum og að þeir geri sér grein fyrir því að þar sé ekki allt sem sýnist, sem og að þeir átti sig á að sú glansmynd sem slíkir miðlar geta gefið af lífi fólks eigi sér stundum litla stoð í raunveruleikanum. Verkefninu fylgir fræðileg greinargerð þar sem gerð er grein fyrir þýðingu verkefnisins, bakgrunni þess og hugmyndafræði. Greinargerðin fjallar um stafræna borgaravitund, rannsóknir á snjalltækjanotkun ungmenna, forvarnir, námskenningar og gerð og notkun kennsluleiðbeininga ásamt því hvernig þær tengjast aðalnámskrá grunnskóla, lífsleikni, hæfniviðmiðum, kennsluháttum og kennsluaðferðum.
  Kennsluleiðbeiningunum fylgja 13 verkefni sem voru unnin út frá níu þáttum stafrænnar borgaravitundar sem Ribble og Bailey (2007) hafa greint sem, aðgengi, verslun, samskipti, læsi, siðferði, lög og reglur, réttindi og ábyrgð, heilsu og velferð og öryggi. Viðfangsefnin eru þess eðlis að fjölbreyttar kennsluaðferðir henta vel en mest er notast við ýmsar umræðuaðferðir, leitaraðferðir og þrautalausnir. Kennsluleiðbeiningarnar eru birtar með opnu höfundaleyfi og ættu að nýtast við kennslu um stafræna borgaravitund og um leið að þjálfa nemendur í að vera ábyrgir notendur í stafrænum heimi.

 • Útdráttur er á ensku

  The project I have a Strange Little Shadow - Teacher’s Guide with Assignments on Digital Citizenship revolves around teaching instructions focusing on responsible engagement with social media, which compulsory school teachers can use with their students in the middle grades. The project’s aim is to help students become more responsible on social media platforms, present them with the risks entailed in prolonged daily use of social media and teach them to set limitations. It is likewise important to help students familiarise themselves with the power of social media and strengthen their knowledge and competencies with regard to their participation in the digital society. Another goal of the instructions is to offer teachers the opportunity to work on the assignments with their students, wich helps them gain a stronger sense of responsibility for their own
  actions on social media. In addition, the aim is to make students aware of the fact that appearances are deceptive online, and that the positive images of people’s lives facilitated by such media are in some cases not based on fact. The project is accompanied by a theoretical exposition that presents the project’s significance, its background and ideology. The exposition focuses on digital citizenship, studies on children’s use of smartphones, preventative measures, educational theories, along with the making and use of the teacher’s guides and their connection to the national curriculum, life skills, learning outcomes, and teaching methods.
  The teacher’s guides come with 13 assignments based on the nine elements of digital citizenship, defined by Ribble and Bailey (2007) as access, commerce, communication, literacy, etiquette, law, rights and responsibilities, health and wellness, and security. The teacher’s guides are designed to be as accessible as possible for teachers as well as showing the ways in which to organise diverse teaching on digital citizenship and simultaneously train students’ sense of responsibility in a digital world.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Rut Þorvaldsdóttir - M.Ed.-greinagerð.pdf561.64 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Edda Rut Þorvaldsdóttir - Kennsluleiðbeiningar - M.Ed..pdf586.69 kBOpinnbæklingurPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf215.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF