is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31576

Titill: 
 • Borðspilamaðurinn : starfendarannsókn á notkun borðspila í skólastarfi
 • Titill er á ensku The board game man : action research on the usage of board games in education
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Borðspil eru mögulega vannýtt verkfæri í kennslu og skólastarfi nú á tímum. Tilgangur þessarar starfendarannsóknar var að kanna hvaða gildi borðspil hefðu fyrir höfund sem verðandi kennara og hvaða ávinning mætti hafa af notkun þeirra í kennslustofunni. Undirbúningur rannsóknarinnar hófst vorið 2017 með gerð flokkunarkerfis fyrir spil til nota í kennslu og þróun umgjarðar til þess að hægt væri að spila spil ætluð fáum leikmönnum með stærri hópum. Haustið 2017 vann höfundur að rannsóknardagbók um tilraunir með spil í kennslu, bæði í vettvangsnámi og sem leiðbeinandi við kennslu. Að lokum var tekið rýniviðtal við nemendur á miðstigi vorið 2018 og hannað spil sem byggði á þeirri reynslu sem aflað hafði verið í starfendarannsókninni.
  Eigindlegar starfendarrannsóknir hafa þann kost að hlutverk kennarans sem einstaklings er í fyrirrúmi og í rannsókninni var hægt að skoða áhrif borðspilanotkunar á ólíka þætti kennarastarfsins. Spilanotkun hafði jákvæð og öflug áhrif á agastjórnun með krefjandi nemendahópi og opnaði augu rannsakanda fyrir þeim fjölbreytilega félagslega ávinningi sem að fylgt getur notkun hópspila. Spilin höfðu sterk mótunaráhrif á starfskenningu rannsakanda og niðurstöður starfendarannsóknarinnar leiddu í ljós mikilvægt samspil á milli kennara og þeirrar innri hönnunar sem ræður gangi nútímalegra spila. Notkun spilanna varð til þess að auka á árangur höfundar við agastjórnun og almennt í því skólastarfi sem við var að eiga. Að lokum leiddi af starfendarannsókninni tækifæri til þess að hanna námsspilið Snorraúlf, byggt á þeirri reynslu sem aflað hafði verið.

 • Útdráttur er á ensku

  Board games of the modern era are a potentially under-utilized tool in education and with that in mind the purpose of this action research was to examine what value board games could have for me as a teacher and what utility they could have when used as an instructional tool in education. Preparation for this research began in early 2017 with the design of a sorting metric for the potential utility of various board games and with the
  development of a framework for utilizing games intended for only a few players with much larger numbers of concurrent participants. In the fall of 2017 I kept detailed diaries of my
  experiments with the usage of board games while teaching both as a student teacher under tutelage and independently as a professional teacher. Additionally, a focus group interview
  was carried out with the participation of mid graders in 2018 and an educational game was designed based on the research of the action research.
  Action research has the added advantage that the role of the practitioner is paramount to the research itself so it became possible to examine different facets of my work as a teacher
  in relation to the chosen topic. The usage of board games had a strong positive impact on maintaining classroom discipline with a very challenging set of students and itunexpectedly opened up new avenues for the exploration of the social utility of games. The usage of games had a strong impact on the professional identity of the researcher and the action research showed the importance of the role of the teacher in combination with the internal design of board games to achieve success with the usage of board games in education. A combination of different results from the action research lead to the development of an educational game called Snorraúlfur that embodies the principles learned.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eðvarð Hilmarsson - Borðspilamaðurinn.pdf927.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf209.26 kBLokaðurYfirlýsingPDF