is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31577

Titill: 
 • "Ég væri alveg til í að hafa meiri tíma!" : viðhorf fagfólks leikskóla til vinnu með börnum með hegðunar- og tilfinningavanda og utanaðkomandi hegðunarráðgjafar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sjálfsmynd barna á leikskólaaldri er í stöðugri mótun og því er mikilvægt að þau upplifi sig sem viðurkennda einstaklinga innan hópsins og njóti faglegrar aðstoðar við að ná tökum á óæskilegri hegðun. Alltof oft upplifa börn sem eiga við hegðunar- og tilfinningavanda höfnun og vanþóknun sem hefur neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra þegar til lengri tíma er litið. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á viðhorf fagmenntaðs starfsfólks til vinnu með börnum á leikskólaaldri sem eiga við hegðunar- og tilfinningavanda að etja. Einnig er viðhorf þeirra til utanaðkomandi hegðunarráðgjafar skoðað. Ég tel mikilvægi rannsókna sem þessarar vera ótvírætt þar sem viðhorf þeirra sem með börnum starfa daglega skiptir gríðarlegu máli þegar kemur að skipulagningu þeirrar vinnu sem fram fer með börnum með hegðunar- og tilfinningavanda. Rannsóknin er eigindleg og byggist á opnum viðtölum sem tekin voru við fimm starfandi fagmenn innan jafnmargra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós jákvætt hugarfar til þeirra aðferða sem notaðar eru en ýmsir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á vinnu með börnum með hegðunar- og tilfinningavanda. Þátttakendur lýstu mikilvægi góðrar samvinnu við foreldra til að vel takist til í hegðunarmótandi vinnu með börnum á leikskólaaldri. Einnig lýstu þátttakendur því að tímaskortur og mikið álag hamli oft þeirri vinnu sem er nauðsynleg í vinnu með börnum með hegðunar- og tilfinningavanda. Stórir fjölbreyttir hópar barna gera þátttakendum oft erfitt fyrir þegar markviss hegðunarmótandi vinna með ákveðnum börnum á sér stað. Einnig sáu þátttakendur ástæðu til þess að ræða skort á stuðningi við framkvæmd úrræða sem notuð eru. Niðurstöður rannsóknarinnar nýtast þeim sem vinna að skipulagningu námsumhverfis fjölbreyttra barnahópa innan leikskóla og öðrum áhugasömum um málefnið.

 • Útdráttur er á ensku

  The self image of children at kindergarten age is in continuous development and therefore it is important that they experience themselves as recognized individuals in their group and benefit from professional assistance with handling undesirable behavior. Children who deal with behavior- and emotional problems often experience rejection and depreciation which has a negative impact on their self image, especially when looking at a longer periods of time. The goal of the research is to shine a light on the attitude of professionals that work with preschool age children that deal with behavior- and emotional problems. Also is their attitude towards external behaviour counselling researched. I think that the importance of research like this one is unequivocally because of the attitude of those who work with these children, especially when looking at organizing the work that follows with children with behaviour- and emotional problems. The research is qualitative and based on open interviews that were taken with five currently employed professionals within as many kindergartens in the Reykjavik metropolitan area.
  The results show positive attitude towards those methods but various external factors do also play a big part in this work. The participants talked about the importance of good cooperation with parents will affect the outcome of behaviour shaping work with children in preschools. But they also explained that lack of time and work load inhibits the important work needed with the children that have behaviour- and emotional problems. Big diverse groups of children often make it difficult for participants when targeted work with certain children is being done. The participants also saw a reason to mention lack of support with the administering the methods used. The results of this project can be used by those who plan the educational environment for diverse children groups within kindergartens and others that are interested in the subject.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil Sigrún Edda Hauksdóttir.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemma.pdf235.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF