is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31579

Titill: 
  • „Allir hafa rödd“ : lýðræðisleg þátttaka í skólasamfélaginu
  • Titill er á ensku „Everyone has a voice“ : democratic participation in the school community
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis er að varpa ljósi á það hvort og þá hvernig ungt fólk í grunnskóla þekkir og túlkar hugtakið lýðræði og hvort það upplifi að þau fái tækifæri til að vera virkir borgarar í skólasamfélaginu. Horft var til þess hvernig og hvort ungmennin þekkja hugtakið lýðræði, hvernig þau tengja lýðræði við þátttöku sína í skólasamfélaginu og þess hvernig þau koma málefnum sínum á framfæri innan skólasamfélagsins. Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri rannsóknaraðferð. Hálfopin viðtöl voru tekin við sex grunnskólanema á aldrinum 13-14 ára í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendurnir, þrjár stúlkur og þrír drengur, voru valdir með hentugleikaúrtaki. Skólasamfélagið hefur jafnan verið talinn kjörinn vettvangur fyrir lýðræðislegrar þátttöku barna og ungmenna og samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2013) er mælst til þess að nemendur læri um lýðræði, í lýðræði, til lýðræðis. Virkja má ungmenni sem lýðræðislega borgara með því veita þeim tækifæri til að hafa áhrif og takast á við fjölbreytt verkefni þar sem raddir allra frá að heyrast. Í viðtölunum kemur fram vilji ungmennana til að hafa áhrif innan skólasamfélagsins og telja þau mikilvægt í lýðræðissamfélagi að fólkið fái að hafa áhrif og rödd allra fái að heyrast. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ungmennin telja sig hafa lítil áhrif á nám sitt og upplifa fá tækifæri til lýðræðislegrar þátttöku innan skólasamfélagsins. Það er von mín að niðurstöður rannsóknarinnar varpi ljósi á upplifun ungmenna á lýðræði innan skólasamfélagsins svo efla megi og styðja betur við þátttöku þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was to shed light on whether, and if so how, young students know and interpret the concept of democracy and if they feel like they get a chance to act as functioning members of the school community. The main emphasis was on the students’ understanding of the concept of democracy and how they connect it to their school community and also how they present their ideas within the school community. The research was based on qualitative research methodologies. Semi-structured interviews were conducted with six students, age of 13–14 from one school in the capital area. The participants, three girls and three boys were chosen by convenience sampling. The school community has usually been considered as an ideal venue for children and young people to participate in democracy. According to the National curriculum (2013) it is recommended that students learn about democracy, in a democracy, for democracy. Young people can be encouraged to become democratic members of society by giving them the opportunity to deal with various tasks where their voices can be heard. The outcome of the study shows that the participants think they don’t have much to say about their education and have limited opportunities for democratic participation in the school community. It is my wish that the results of this study will shed light on how young students experience democracy within the school community so that their participation may be empowered and further supported.

Samþykkt: 
  • 6.7.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31579


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HerdisHermannsd._M.Ed_Allir-hafa-rödd.pdf597.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf968.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF