Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/31580
Meginmarkmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á stöðu heimanáms í stærðfræði á miðstigi grunnskóla, hvernig það er framkvæmt, viðhorfi kennara og foreldra til þess, foreldrasamstarf í tengslum við það og hvernig tekið er tillit til þarfa einstakra nemenda við heimanám í stærðfræði.
Þátttakendur í rannsókninni voru kennarar sem kenndu stærðfræði á miðstigi í fimm skólum í sama sveitarfélagi og forráðamenn nemenda þeirra. Gagna var aflað með spurningalistum, með viðtölum við kennara og einnig var kannað hvaða upplýsingar um heimanám eru aðgengilegar á heimasíðum skólanna. Við greiningu gagna var stuðst við innlendar og erlendar rannsóknir um heimanám og stærðfræðinám og -kennslu til þess að varpa ljósi á niðurstöður rannsóknarinnar. Einnig var tekið mið af umfjöllun um heimanám í aðalnámskrá grunnskóla. Sumir rannsakendur telja það hafa jákvæð áhrif á nám nemenda að fá heimaverkefni í stærðfræði en aðrir telja það hafa neikvæð áhrif á viðhorf þeirra til stærðfræði og sjálfsmynd sem stærðfræðinemendur.
Á heimasíðum grunnskólanna fimm sem þátt tóku í rannsókninni kemur fram að einungis þrír af þeim hafa mótað sér stefnu um heimanám. Niðurstöður spurningakönnunar leiddu í ljós að meirihluti kennara sem tóku þátt setur heimaverkefni fyrir í stærðfræði. Meirihluti foreldra og kennara er hlynntur heimanámi í stærðfræði en forsendur barna til náms og sá tími sem fer í heimanámið hefur áhrif á viðhorf foreldra. Einnig hefur það áhrif á viðhorf foreldra hvort þeir telja sig færa um að aðstoða börn sín við heimanámið.
Fram kemur í niðurstöðum að við skipulag heimanáms taka kennarar að einhverju leyti tillit til ólíkra þarfa nemenda og forsenda þeirra til náms. Það virðist þó vera á ábyrgð kennara hvort nemendur sem þurfa sérstaka aðstoð við heimanám fái hana.
Foreldrasamtarf um heimanám var kannað og kemur fram, bæði í svörum kennara og foreldra, að samskiptin eru oftast að frumkvæði skóla. Mikill meirihluti foreldra telur sig ekki hafa nein áhrif á hvers konar heimanám er sett fyrir í stærðfræði. Niðurstaða rannsóknarinnar er að foreldrasamstarf um heimanám í stærðfræði byggist ekki á raunverulegu samráði á milli skóla og foreldra heldur er heimanám ákveðið af kennurum að mestu einhliða. Þetta samræmist ekki þeim viðmiðum sem sett eru fram í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013 þar sem fram kemur að foreldrar beri ábyrgð á að nemendur vinni þau heimverkefni sem skóli og foreldrar hvers barns hafi orðið ásátt um.
The main goal of the study was to shed light on the status of homework in mathematics in primary grades (5-7), how it is carried out, teachers and parents attitudes, teachers and parents collaboration about homework and how the needs of individual students are taken into account in mathematics homework.
The participants in the study were teachers who teach mathematics in primary grades (5-7) at five schools in the same municipality and the parents of their students. Data was collected through a questionnaire, in interviews with teachers and information about homework accessible on the homepages of the schools was gathered. When analysing the data the researcher referred to former research on homework and mathematics teaching and learning to shed light on the conclusions of the study. Guidelines about homework in the Icelandic national curriculum were also taken into account. According to some researchers, homework in mathematics has a positive influence on students´ mathematics learning but other researchers claim that mathematics homework has a negative influence on their attitudes towards mathematics and their identity as mathematics students.
The review of the schools’ homepages showed that only three of the schools have stated a policy on homework. The findings of the study were that majority of the teachers give their students homework in mathematics and most of the teachers and parents have positive attitudes towards it. Parents´ attitudes are influenced by their children’s aptitude in studying and how much time the homework takes. Parents´ ability to assist their children with homework can also affect their attitude.
When organizing mathematics homework teachers try in some cases to take into account the needs of individual students and their aptitude in studying. It seems to be the sole responsibility of each individual teacher to offer support with homework if needed.
The schools usually take initiative in collaborating with parents on homework in mathematics. The majority of parents did not think that they can affect their children’s homework. The study concludes that the teachers decide what homework their students get in mathematics without consulting with the parents even though the emphasis in the national curriculum from 2013 is on that parents are responsible for their children’s homework on which the school and the parents have agreed on.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heimanám í stærðfræði.pdf | 819,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf | 101,78 kB | Lokaður | Yfirlýsing |