is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31581

Titill: 
 • Upplifanir nemenda á skólamötuneytum
 • Titill er á ensku Students experiences in the school canteen
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikil þróun hefur verið á fyrirkomulagi skólamáltíða á síðustu áratugum, bæði hér á landi og erlendis. Gæði hollrar næringar og góðs umhverfis eru viðurkennd sem stór hluti af líðan og heilsusamlegum lífsstíl barna, en þörf er á frekari rannsóknum, ekki síst á áliti barnanna sjálfra. Mikilvægt er að hafa í huga að börn hafa raddir sem vert er að hlusta á.
  Viðfangsefni þessarar ritgerðar er unnið upp úr hluta af niðurstöðum Norrænnar rannsóknar sem nefnist ProMeal og gerð var árin 2013-2014. Rýnt var í niðurstöður, upplifanir, reynslu og breytingatillögur sem byggðar voru á upplifunum nemenda eins og þeir lýstu í rýnihópavinnu.
  Þátttakendur í rýnihópum rannsóknarinnar voru 90 nemendur úr sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Í hverjum rýnihóp voru fimm börn og var þeim kynjaskipt. Tveir til fjórir hópar voru í hverjum skóla eftir stærð þeirra. Rannsóknarspurningin sem notuð var: Hverjar eru upplifanir þínar á skólamötuneytinu?
  Unnið var eftir eigindlegum rannsóknaraðferðum, þar sem þátttakendur voru teknir í rýnihópa og þeim sýndar myndir af skólamáltíðum víðs vegar úr heiminum og þannig vakinn áhugi þeirra á viðfangsefninu. Voru því ekki spurðar beinar spurningar heldur komu þátttakendur saman í rýnihópana þar sem byrjað var á að ræða um myndirnar sem þau völdu og spurt var í kringum þær. Í lok viðtalsins gátu þeir skráð allt sem þeim datt í hug varðandi þeirra mötuneyti á stórt blað.
  Í niðurstöðum kom í ljós að fjórar myndir voru vinsælastar hjá þátttakendum og voru þær flestar valdar með tilliti til bragðs. Eftir að hafa skoðað blöðin þar sem þátttakendur fengu að skrifa sínar skoðanir, mátti sjá margar hugmyndir um hvað mætti fara betur í skólamötuneytum. Margir töldu aðstöðuna í skólamötuneytinu ekki góða og flest allir kvörtuðu undan hávaða í matsalnum ásamt því að þeir töldu sig ekki fá nægan tíma til þessa að borða matinn.
  Það er von höfundar að þessar niðurstöður geti komið að góðum notum og að skólar geti nýtt þær til að bæta aðstöðu skólamötuneyta á þann veg að sem flestum líði vel.

 • Over the last decades there has been a great deal of developement with regards to school meal arrengments, both here in Iceland and abroad. The quality of a healthy nutritious food and good environment is recognized as a large influence of health and wellbeing of children. Further research is needed, especially in terms of the opinion of the children themselves. It is important to keep in mind that children have voices is worth listening to.
  The subject of this thesis is written in reference to a part of a Nordic research called ProMeal which was conducted in 2013-2014. The findings, experiences and proposed changes were summarized, based on how they were described in the focus group.
  The focus groups consisted of 90 students from six primary schools in the capital area of Iceland. There were five children in each group, divided by gender with two to four groups per school, based on their size. The research questions used is: What is your experience of the school canteen?
  Qualitative research methods were used, where students were split up into focus groups. They were shown photos of school lunches from all over the world with the aim of increasing their interest in the subject. Rather than asking direct questions, the participants were gathered in focus groups that discussed the pictures chosen, sparking off a conversation surrounding them. Participants could in the end note down on paper everything that came to their minds regarding the canteen in their own school.
  The result showed that four pictures were the most popular among the participants and that these pictures were chosen based on taste. After reviewing the papers from the participants, where they could write down their notes, you could find many ideas of what could be improved in a school canteen. Many found that the facility was not good enough, and almost everyone complained over noise in the canteen and having too little time to eat their food.
  It is the hope of the author that the results presented can benefit schools, helping them improve school canteens, making them more inclusive.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. ritgerð - Nína Björk Gísladóttir.pdf915.63 kBLokaður til...01.12.2021HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf164.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF