is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31582

Titill: 
 • „Það eiga allir rétt á að vera hluti af hópi“ : viðhorf deildarstjóra í leikskólum til hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar
 • Titill er á ensku „Everyone is entitled to be a part of a group“ : kindergartens department leaders‘ stance on the ideology of policy of inclusion
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í lokaverkefni þessu er fjallað um skólastefnuna skóli án aðgreiningar og hvernig orðræða fjögurra deildarstjóra í leikskólum birtist gagnvart henni. Einnig eru skólanámskrár leikskólanna þar sem deildarstjórarnir starfa skoðaðar og það kannað hvernig skólastefnan skóli án aðgreiningar endurspeglast í þeim. Skóli án aðgreiningar byggir á hugmyndafræði um jafnan rétt allra til náms, hugmyndafræðin leggur áherslu á menntun en er ekki síður leið til þess að koma á samfélagslegum breytingum sem stuðla að jafnrétti og þátttöku allra.
  Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á þau viðhorf sem einkenna orðræðu deildarstjóranna í garð skólastefnunnar, skóli án aðgreiningar og að skoða hvaða viðhorf í garð hugmyndafræðinnar koma fram í skólanámskrám leikskólanna. Þá verður því gefinn gaumur hvort að lýsing deildarstjóranna af framkvæmd skólastarfsins sé í samræmi við hugmyndir um skóla án aðgreiningar og áherslur í skólanámskrám viðkomandi leikskóla.
  Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur í ljós að deildarstjórarnir eru hikandi þegar þeir ræða um skólastefnuna skóli án aðgreiningar, þeir telja að þeir geti mætt flestum börnum í starfi deildarinnar en vart verður við „já-en“ viðhorfið í orðum þeirra. Allir deildarstjórarnir leggja mikla áherslu á að vinna með leikinn í störfum sínum og telja að þátttaka barnanna í leik og öðrum verkefnum á deildinni skipti miklu máli. Það kemur einnig fram að deildarstjórarnir eru sannfærðir um það að nám flestra barna geti farið fram í leik og eru áherslur skólanámskránna á sömu leið. Þegar orð deildarstjóranna í garð sérkennslu voru skoðuð komu fram mismunandi sjónarmið, sum þessara sjónarmiða falla undir hugmyndir um læknisfræðilega líkanið um fötlun á meðan önnur eiga samleið með hugmyndum um skóla án aðgreiningar.

 • Útdráttur er á ensku

  This master thesis describes the Policy of Inclusion in schools and how four department leaders in kindergartens verbal communication relates to that policy. Furthermore, the
  curriculums for the kindergartens, where the department leaders work, is analyzed with focus on how the guidelines for the Policy of Inclusion is reflect in these curriculums. The Policy of Inclusion in schools builds on the ideology that everyone
  should have equal opportunity in education. This ideology focus
  es on education and ways to foster and push for changes in societies that enable equality and participation by all.
  The goal of this project is to determine what attitude the discourse of the department leaders shows towards the Policy of Inclusion and how the kindergartens’ curriculums reflects the view on the same policy. In addition, it is investigated if the
  description that the department leaders give of day‐to‐day activities fits with the ideology of the Policy of Inclusion and that particular kindergarten’s curriculum.
  The conclusion of this research is that department leaders are
  hesitant when discussing the Policy of Inclusion. They believe that the needs of most children can be covered in the activities within the departments but there is a sense of “yes‐but” attitude in their communication. All the department leaders emphasize the importance of play in their work and that including children in the activities within the departments is highly valuable. Furthermore, the department leaders are convinced that education of most children can be facilitated through play and the kindergartens’ curriculums emphasize this. When the department leaders’ discourse of special education is
  studied, different perspectives were discovered. Some of these
  points of views are consistent with the Medical Model for disability while others were consistent with the Policy of Inclusion.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - Margrét Halldóra Gísladóttir Pdf.pdf462.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
mhg.pdf136.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF