is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31583

Titill: 
 • Hvernig geta foreldar stutt við móðurmál barna til að stuðla að virku tvítyngi þeirra?
 • Titill er á ensku How can parents support children's native language to promote their active bilingualism
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að athuga málumhverfi í fjölskyldum tvítyngdra barna á Íslandi. Í rannsókninni er áherslan lögð fyrst og fremst á að skoða hvernig hægt er að styðja við móðurmál til þess að stuðla að virku tvítyngi barna. Það hefur lítið verið skoðað og engar formlegar leiðbeiningar eru til um það. Þó hægt sé að segja að börn læri íslensku í leikskólum og grunnskólum hefur lítið verið skrifað um hvernig foreldrar geta stutt við tvítyngi barna með því að efla móðurmálið.
  Rannsóknin fór fram á vorönn 2018 þar sem þátttakendur voru sjö konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og eiga tvítyngd börn. Til að svara spurningunni Hvernig geta foreldrar stutt við móðurmál barna til að stuðla að virku tvítyngi þeirra? voru spurningalistar notaðir sem viðtalsrammi fyrir hálfskipulögð viðtöl. Megináhersla var lögð á fjölskyldubakgrunn, tungumál fjölskyldu, málnotkun og málval barna og loks skoðanir og viðhorf foreldra gagnvart tungumáli.
  Niðurstöður sýna að börn foreldra sem báðir eru af erlendum uppruna fá meira ílag, sem skapar betra tækifæri til að læra móðurmálið en þegar aðeins annað foreldrið er af erlendum uppruna. Þetta tengist mikið þjóðerniskennd, sem er sterk hjá fjölskyldum þar sem foreldrar deila sama tungumáli, menningu og hefðum með börnum sínum. Hjá fjölskyldum þar sem móðir er frá öðru landi en faðir er staðan flóknari vegna þess að mæður eru þá þær einu sem geta passað að barnið læri móðurmál þeirra. Auk þess hefur aldur foreldra, menntun og lengd dvalar þeirra á Íslandi áhrif á skoðanir og viðhorf þeirra gagnvart tungumáli og tvítyngi. Mæður í rannsókninni sem hafa dvalið í mörg ár á Íslandi og eru undir áhrifum íslenskrar tungu og samfélags hugsa um sig sem Íslendinga. Síðast en ekki síst kom í ljós að áhrif umhverfis eru líka sterk og það styður íslenskukennslu frekar en móðurmálskennslu barna. Skólaganga, jafningjar og eldri systkini eru hluti af því.
  Að lokum setti ég fram leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig þeir geta stutt við tvítyngi barna sinna.

 • Útdráttur er á ensku

  How can parents support children's native language to promote their active bilingualism is the research question of this thesis. The aim of the research was to examine families and the linguistic environment around bilingual children in Iceland in order to find out how parents can support bilingual children. Research that has been done in this area shows that two aspects must be present for a child to learn the language: the need to learn and the input that creates an informative, encouraging environment for the child. The attitude of parents and guardians to the language is also important in the language proficiency of children and influences how the child will regard the language.
  The research was conducted in the spring term of 2017 whereby participants consisted of seven women of foreign origin who live in Iceland and have bilingual children. To answer the research question, participants were first asked to fill out questionnaires and then semi‐
  structured interviews were taken that confirmed and added to the results from the questionnaires. The main emphases were family background, the family’s language, language use and language choice of the children, and the opinions and attitudes of parents towards language.
  The results show that children of parents who are both of foreign origin get more input in the mother tongue than children who have only one parent of foreign origin. This is strongly linked to nationalism, whereby both parents share the same language, culture and traditions
  with their children. In families where the mother is from a different country to the father, the situation is more complex because mothers are the only ones who can ensure that the child learns their language. In addition, the age of the parents and the length of time spent in another country have an effect on their opinions and attitudes towards language. The mothers in the research who have lived in Iceland for many years and are influenced by Icelandic language and society think of themselves as Icelanders. Last but not least, it came to light that the environmental effect is also strong and favours the teaching of Icelandic rather than that of the children’s native language. Schools, peers and older siblings contribute to this.  
  At the end of this thesis, I wrote instructions for parents on how to support their children's bilingualism.

Samþykkt: 
 • 6.7.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/31583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal-Katarzyna Wozniewska.pdf510.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_undirritað.pdf413.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF